fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Pressan
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 17:30

Rachel Jackson árið 2020. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skosk leikkona og grínisti hefur vakið athygli í Bretlandi en þó ekki fyrir hæfileika sína heldur hefur það verið afhjúpað í frétt Daily Mail að hún sturlaðist á flugvelli í Bandaríkjunum og jós svívirðingum yfir laganna verði þegar þær handtóku hana.

Myndband af konunni vakti mikla athygli í Bretlandi nú um áramótin en myndbandið var tekið á búkmyndavélar lögreglumannanna og fór síðar í dreifingu í netheimum. Lengi vel var á huldu hver konan var en á hreim hennar heyrðist vel að um Skota var að ræða.

Daily Mail hefur nú afhjúpað að um er að ræða leikkonuna og grínistann Rachel Jackson.

Jackson er búsett í Bandaríkjunum en að sögn var það ástin sem lokkaði hana vestur um haf.

Hún hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Outlander  og verið með uppistandssýningar víða um heim. Daily Mail segir myndbandið af framgöngu Jackson hafa verið á Youtube en það finnst ekki þar þrátt fyrir þó nokkra leit.

Myndbönd úr búkmyndavélum lögreglumanna í Bandaríkjunum eru iðulega birt opinberlega, sérstaklega ef farið er fram á það.

Jackson sem er 37 ára flutti til Tennessee í Bandaríkjunum 2023 og í mars er væntanlegur gamanþáttur sem Jackson er sögð skrifa handritið að og leika aðalhlutverkið í en þátturinn er byggður á reynslu hennar af flutningnum til Bandaríkjanna.

Fór á rangan stað

Atvikið átti sér stað í ágúst 2023 á flugvellinum í borginni Nashville í Tennessee. Það byrjaði með því að Jackson gekk inn í setustofu sem ætluð er farþegum flugfélagsins Delta Airlines en hún hafði ekki þar til gerðan passa til að fá þar aðgang.

Hún var raunar á leið í flug með British Airways en þegar starfsfólk Delta benti henni á að hún væri í vitlausri setustofu hunsaði hún það og sýndi ekkert fararsnið á sér. Einum starfsmanni sýndist hún vera undir áhrifum fíkniefna og kallaði lögreglu til.

Á myndbandinu má að sögn sjá lögreglumenn benda Jackson rólega á að henni bæri að yfirgefa stofuna en hún svaraði þeim með öskrum.

Loks virtist hún hlýða en óskaði eftir að fá aðgang að sérstakri stofu þar sem mátti að reykja en var meinaður aðgangur eftir að hún gat ekki greitt aðgangseyrinn, sem er 10 dollarar ( um 1.400 íslenskar krónur. Hún krafðist þess þá að lögreglumennirnir myndu láta hana fá peninga til að kaupa nikótíntyggjó. Þegar þeir neituðu að gera það varð hún enn reiðari. Ákváðu lögreglumennirnir þá að handtaka hana fyrir óspektir á almannafæri.

Ég er Titanic

Jackson var þá handjárnuð. Æpti hún þá að hún væri Titanic og hvítt lótusblóm og skipaði því næst lögreglumönnunum að sleppa sér. Sagðist hún hafa orðið fyrir áfalli eftir fyrri samskipti sín við bandaríska lögreglumenn og ætlaði ekki að lenda í því sama aftur.

Þegar þarna var komið við sögu neitaði Jackson alfarið að fylgja lögreglumönnunum friðsamlega og tóku þeir þá til þess ráðs að draga hana með valdi út úr flugstöðvarbyggingunni og í lögreglubíl. Sagðist hún ekki ætla sér að fara í bílinn og heldur ekki að fara í fangelsi.

Endaði myndbandið á því að Jackson var bókuð í fangelsi á grundvelli óspekta á almannafæri.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst