Hann skrifaði: „Það eru óvinir Allah sem halda þessar hátíðir og þess vegna má ekki taka þátt í þeim, vinna með þeim eða hjálpa á nokkurn hátt, hvorki með að bera fram te, kaffi eða með eldhúsáhöldum eða öðru.“
Hann eyddi færslunni síðan eftir að byrjað var að deila henni af miklum krafti á samfélagsmiðlum. En það var um seinan, því margir höfðu tekið skjáskot af henni og hafa tugir þúsunda Dana séð það og fór færslan mjög illa í marga.
Þegar B.T. hafði samband við Jammal og bað hann um að skýra færsluna betur og spurði af hverju hann hefði eytt henni, þá sagðist hann ekki hafa neitt um málið að segja, hann væri upptekinn við að undirbúa föstudagsbænina í moskunni.
Ummæli hans um jólahátíðina falla ekki vel að fyrri ummælum hans þar sem hann sagði að sem prédikari þá ynni hann að því að styrkja aðlögun múslima að dönsku samfélagi en erfitt er að sjá hvernig nýjustu ummæli hans falla að þessu.
Hann var dæmdur í sjö daga skilorðsbundið fangelsi 2018 fyrir að líkja samkynhneigð við barnaníð og kynferðislegt ofbeldi gagnvart dýrum.