Fricker er nú 79 ára og líklega væri erfitt að átta sig á að hún hafi leikið heimilislausu konuna í Aleinn heima 2 ef maður mætti henni á götu úti.
Hún kom fram í írskum sjónvarpsþætti 2021 og sagðist þá halda sig utan sviðsljóssins: „Ég lifi mjög rólegu lífi, alfarið utan sviðsljóssins, ég ek litlum bíl, ég bý úti á landi, það er allt og sumt,“ sagði hún.
„Ég tala mikið við vegginn, tala við hundinn, skrifa ljóð, les bækur, horfi á sjónvarpið. Ekkert öðruvísi en annað fólk, annað en að þegar maður er svona mikið ein, þá getur það endað með að maður talar meira við vegginn en aðrir,“ sagði hún einnig.