fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Pressan
Sunnudaginn 19. janúar 2025 13:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fylgir því heilsufarslegur ávinningur að drekka kaffi á ákveðnum tímum dags. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem hefur verið birt í European Heart Journal, eykur það heilsufarslegan ávinning kaffidrykkju ef það er drukkið að morgni. Um 40.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 10 ár.

Niðurstöður hennar eru að þeir sem drukku kaffi á morgnana voru 31% síður líklegri til að deyja af hjartasjúkdómum á þeim 10 árum sem rannsóknin stóð yfir. En þegar fólk drakk fyrsta kaffibollann ekki fyrr en síðar um daginn, þá virtist hún ekki hafa þessi áhrif.

Rannsóknin sýndi að kaffidrykkja að morgni tengist sterklega almennt lægri dánartíðni miðað við kaffidrykkju síðar um daginn.

Þeir sem drukku kaffi á morgnana, voru einnig síður líklegri til að deyja óháð því hvort þeir neyttu kaffis í hófi, er þá miðað við tvo til þrjá bolla á dag, eða stórdrykkjufólk sem drakk meira. Það kom raunar í ljós að heilsufarsávinningurinn var minni fyrir þá sem drukku bara einn kaffibolla á morgnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu