fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Pressan
Sunnudaginn 19. janúar 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt gerir Parkinsonssjúkdómurinn vart við sig þegar fólk er um sextugt en þó koma einkenni hans fram hjá um 10%, þeirra sem fá hann, fyrir þann aldur. Stökkbreytingar í geninu, sem veldur sjúkdómnum, geta gert að verkum að hann kemur fram fyrir sextugt.

Líkurnar á að fólk fái Parkinsons eru venjulega 2-5% en eru mun hærri ef það er saga um sjúkdóminn í fjölskyldunni.

Einkenni sjúkdómsins geta í undantekningartilfellum byrjað að láta kræla á sér á unglingsárunum.

Sjúkdómurinn, sem er nefndur eftir James Parkinson sem uppgötvaði hann 1817, brýtur niður taugar sem framleiða dópamín en það er afgerandi fyrir hreyfingu líkamans.

Það veldur vel þekktum einkennum á borð við skjálfta, stífleika og hægan gang. Parkinsons hefur einnig áhrif á taugaboðkerfið en það getur valdið ósamhæfðum hreyfingum og breytingu á vitsmunum og tilfinningum.

Ungt fólk getur fengið sjúkdóminn og geta einkennin þá verið óvenjulegri en hjá eldra fólki.

7 slík einkenni eru:

Svefnvandamál – Algengast er svefnleysi, fólk getur átt erfitt með að sofna, glímir við fótaóeirð og REM-svefnvanda.

Þunglyndi – Þetta er oft eitt fyrsta einkennið sem kemur fram og er talið merki um sjúkdóminn.

Skapsveiflur – Auk þunglyndis eru einkenni á borð við kvíða og sinnuleysi algeng. Þau geta dregið úr hvatningunni til að leita hjálpar.

Vitsmunalegar breytingar – Fólk, sem fær snemmbúinn Parkinsons, getur átt í erfiðleikum með að sinna fleiri en einu verkefni í einu. Önnur merki eru að hugsanagangurinn verður hægari, vandi varðandi einbeitingu, minnisvandamál og í sumum tilfellum elliglöp.

Skjálfti – Skjálftinn byrjar yfirleitt í höndunum en getur einnig byrjað í kjálkanum eða fótunum. Það einkennir þennan skjálfta að hann kemur fram þegar fólk er í hvíld.

Missir hreyfigetu – Fólk missir smám saman hæfileikann til að hreyfa sig ósjálfrátt og almennar hreyfingar verða hægari.

Þreyta – Fólk, sem er með snemmbúinn Parkinsons, finnst það sífellt þreytt, jafnvel þótt það hafi ekki reynt á sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu