fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Pressan
Sunnudaginn 19. janúar 2025 21:30

Þetta er að sögn hollt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarböð eru mörg þúsund ára gömul iðja sem hefur náð miklum vinsældum hjá íþróttamönnum og áhrifavöldum sem keppast við að mynda það þegar þeir skella sér í ískalt bað. Myndefninu er síðan auðvitað deilt á samfélagsmiðlum.

Vetrarböð ganga út á að láta líkamann síga niður í ískalt vatn til að ná fram heilsufarslegum ávinningi eins og að draga úr vöðvaverkjum, bólgum og stressi.

En hverjir eru kostirnir og áhættan, við vetrarböð?

Raj Dasgupta, læknir, segir að þegar líkaminn lendir í kulda, þá geti það dregið úr bólgum og hjálpað til við endurnýjun í líkamanum.

Þegar líkaminn lendir í kulda, dragast æðarnar saman sem veldur því að það dregur úr blóðflæði til líkamshlutanna sem eru í kuldanum.

Þegar maður kemur upp úr kalda vatninu, eykst blóðstreymið á nýjan leik til þessara svæða og það hjálpar til við lækningu og bata. Þess utan geta vetrarböð aukið framleiðsluna á hvítum blóðkornum sem eru mikilvæg fyrir ónæmiskerfið.

Vetraböð geta einnig aukið blóðstreymið. Þegar líkaminn lendir í kulda, þá fer hann í „að lifa af gír“ og eykur blóðstreymið til að viðhalda hitanum. Þetta getur hjálpað til við að koma súrefni og næringarefnum til þeirra svæða sem hafa þörf fyrir lækningu og bata. Annar kostur er bætt skap. Rannsóknir hafa sýnt að vetrarböð geta losað um taugaboðefni á borð við dópamín en það hjálpar til við að hafa stjórn á tilfinningum og stressi. Þetta getur valdið jákvæðri líðan eftir að hafa dýft sér í kalt vatnið og hjálpað til við að draga úr kvíða og þunglyndi.

En það fylgir því einnig áhætta að stunda vetrarböð. Ef maður fer of hratt ofan í vatnið, þá getur það valdið sjokkviðbrögðum sem geta leitt til oföndunar og í versta falli drukknunar. Einnig er hætta við ofkólnun því líkaminn missir hita hratt í vatni.

Vetrarböð geta að sögn Dasgupta verið góð fyrir heilbrigt fólk en fólk sem glímir við hjartavandamál og eldra fólk ætti að hans sögn að ráðfæra sig við lækni áður en það prófar vetrarböð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið