fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Pressan
Laugardaginn 18. janúar 2025 13:30

Hlaup eru góð hreyfing. Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreyfing er einn af mikilvægustu þáttunum þegar kemur að því að losa sig við aukakílóin. En hversu mikið þarf maður að hreyfa sig til að það hafi einhver áhrif?

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun Pensionisten og LADBible, þá sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að smávegis breytingar í hinu daglega lífi geti skilað árangri á þessu sviði.

Þannig að ef nýársheiti þitt er að léttast, þá er góð hugmynd að setja hreyfingu í öndvegi en auðvitað þarf að gæta að mataræðinu um leið.

Hlaup, hjólreiðar og svipuð hreyfing getur skilað skjótum árangri en hreyfing af þessu tagi hentar ekki öllum og þá sérstaklega ekki í upphafi nýs lífsstíls.

Einfaldur 30 mínútna göngutúr getur gert kraftaverk hvað varðar þyngdina og almennt heilbrigði.

Hver og einn þarf að finna sér það form hreyfingar sem fellur að hversdagslífinu og áhuga viðkomandi. Það allra mikilvægasta er að koma sér af stað og ekki gefast upp þótt á móti blási.

En hreyfingin gerir ekki kraftaverk ein og sér. Það þarf einnig að huga að svefninum og draga úr stressi. Líkaminn þarf ró og jafnvægi til að geta fækkað aukakílóunum á áhrifaríkan hátt. Of lítill svefn eða mikið stress, geta haldið aftur af árangrinum, meira að segja ef þú hreyfir þig mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein