Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun Pensionisten og LADBible, þá sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að smávegis breytingar í hinu daglega lífi geti skilað árangri á þessu sviði.
Þannig að ef nýársheiti þitt er að léttast, þá er góð hugmynd að setja hreyfingu í öndvegi en auðvitað þarf að gæta að mataræðinu um leið.
Hlaup, hjólreiðar og svipuð hreyfing getur skilað skjótum árangri en hreyfing af þessu tagi hentar ekki öllum og þá sérstaklega ekki í upphafi nýs lífsstíls.
Einfaldur 30 mínútna göngutúr getur gert kraftaverk hvað varðar þyngdina og almennt heilbrigði.
Hver og einn þarf að finna sér það form hreyfingar sem fellur að hversdagslífinu og áhuga viðkomandi. Það allra mikilvægasta er að koma sér af stað og ekki gefast upp þótt á móti blási.
En hreyfingin gerir ekki kraftaverk ein og sér. Það þarf einnig að huga að svefninum og draga úr stressi. Líkaminn þarf ró og jafnvægi til að geta fækkað aukakílóunum á áhrifaríkan hátt. Of lítill svefn eða mikið stress, geta haldið aftur af árangrinum, meira að segja ef þú hreyfir þig mikið.