Í nýrri greiningu á gögnum frá 200 löndum er þeim raðað upp eftir hvar er best að vera gamall.
Fortune segir að niðurstaðan byggist á þáttum eins og ævilengd, lífsgæðum, heilbrigðisþjónustu, loftslagi og hamingju.
Það er Japan sem toppar listann en þar er meðalaldurinn tæp 85 ár og mataræðið samanstendur af miklum fiski og grænmeti. Þess utan hafa Japanir búið til samfélag þar sem heilbrigði og löng ævi tengast nánum böndum. Landsmenn hafa aðgang að góðu heilbrigðiskerfi og er þjónustan ekki dýr.
Eins og fyrr sagði, þá toppar Japan listann en átta Evrópuríki eru meðal tíu efstu ríkjanna.
Þetta eru löndin í efstu tíu sætunum og er besta landið, Japan, nefnt fyrst og síðan er talið niður á við.
Japan
Holland
Danmörk
Sviss
Lúxemborg
Spánn
Suður-Kórea
Finnland
Austurríki
Portúgal