fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Pressan
Laugardaginn 18. janúar 2025 19:30

Bananar eru bæði næringarríkir og bráðhollir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átt þú erfitt með að ná góðum nætursvefni? Þá er næringarsérfræðingurinn Ana Rita Campos kannski með góðar fréttir fyrir þig. Hún segir að neysla ákveðinna fæðutegunda geti hjálpað þér að slappa af og bæta svefninn.

Hún segir að ákveðnar fæðutegundir hafi þau náttúrulegu áhrif að geta róað líkamann og stutt við djúpan svefn.

Eftirtaldar fæðutegundir geta hjálpað þér við að sofa betur að sögn Campos.

Mjólk – Hún inniheldur tryptófan sem er amínósýra sem breytist í serótónín sem er undanfari svefnhormónsins melatóníns. Eitt mjólkurglas fyrir svefninn getur því verið einföld og góð lausn.

Kamillute – Það er þekkt fyrir róandi áhrif. Það eykur magn glýsins, sem er taugaboð, sem róar taugarnar og hjálpar líkamanum að slappa af.

Banani – Hann er náttúruleg uppspretta magnesíums og kalíums sem hjálpa til við að stjórna vöðvunum og styðja við rólegan andardrátt þegar sofið er.

Möndlur – Þær innihalda mikið magnesíum sem hefur róandi áhrif á vöðvana. Lítið magn af magnesíum í líkamanum er oft tengt við svefnvandamál.

Kirsuber – Þau eru, þá sérstaklega súrkirsuber, meðal fárra náttúrlegra uppspretta melatóníns, hormónsins sem stýrir svefnhringrásinni. Lúkufylli af kirsuberjum eða glas af kirsuberjasafa getur gert gæfumuninn.

Feitur fiskur – Fiskur eins og lax og túnfiskur inniheldur mikið af ómega-3 fitusýrum og D-vítamíni sem geta aukið framleiðslu seratóníns og þar með bætt svefngæðin.

Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir að þessar fæðutegundir geti hjálpað til við að bæta svefninn, þá er mikilvægt að muna að mataræði leysir ekki endilega svefnvandamál. Ef þú upplifir viðvarandi svefntruflanir, þá geta aðrir heilsufarsþættir legið að baki og rétt er að leita til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein