Þetta getur hjálpað fólki við að léttast en það fylgir því einnig heilsufarsleg áhætta að sleppa því að borða morgunmat að sögn EatingWell.
Ef maður sleppir því að borða morgunmat, getur það valdið stressi í líkamanum og það eykur magn kortísóns sem er hormón sem ýtir undir fitusöfnun, sérstaklega við magann.
Þetta getur einnig leitt til þess að blóðsykurmagnið lækki. Það getur aukið kvíða og valdið heilaþoku því heilinn þarf næringu til að geta starfað eðlilega.
Til langs tíma getur það að sleppa morgunmatnum haft áhrif á heilbrigði heilans eftir því sem kemur fram í rannsókn sem var birt í nóvember á síðasta ári í vísindaritinu Journal of Neurorestoratology.
Fólk, eldra en 60 ára frá Chengdu í Kína, tók þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir komust að því að þeir sem slepptu því reglulega að borða morgunmat voru með minni vitræna starfsemi og meiri heilarýrnun en þeir sem borðuðu alltaf morgunmat.