fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

Pressan
Laugardaginn 18. janúar 2025 18:30

James Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Johnson, 21 árs karlmanni í Bretlandi, var haldið sofandi í öndunarvél í tvær vikur eftir að hafa fengið heiftarlega lungnabólgu sem læknar röktu til notkunar hans á veipi, eða rafrettum.

Johnson segir breska blaðinu Mirror sögu sína en hann starfaði sem vaktstjóri á næturklúbbi og lagði það í vana sinn að veipa nær stanslaust meðan á vaktinni stóð. Notaðist hann einkum við veippenna af gerðinni IVG 2400 sem entist honum aðeins í um tvo daga.

Johnson, sem er faðir ungrar stúlku, var fluttur á gjörgæsludeild eftir að hafa byrjað að kasta upp blóði skyndilega. Hann greindist með lungnabólgu í kjölfarið og röktu læknar hana til efna sem eru í umræddu veipi.

Eftir að hafa verið haldið sofandi í tvær vikur tóku við þrír mánuðir á sjúkrahúsi þar sem hann barðist meðal annars við samfallið lunga. Hann er nú á batavegi en læknar hafa varað hann við því að hann lifi ekki til fertugs ef hann heldur áfram að veipa.

Johnson vill vekja fólk – og kannski sérstaklega ungt fólk – til umhugsunar um að það getur verið stórhættulegt að veipa. Í umfjöllun Mirror er til dæmis sagt frá nýlegu andláti Hollyoaks-stjörnunnar Paul Danan sem lést 46 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hafði áður opnað sig um lungnavandamál sín sem rekja mátti til notkunar á veipi.

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa,“ segir Johnson sem kveðst þakklátur fyrir að þetta hafi ekki gerst þegar hann var 30 eða 40 ára. Þá hefði líkami hans mögulega ekki verið í stakk búinn til að takast á við sýkinguna.

Í viðtalinu kemur fram að James hafi byrjað að veipa árið 2023. „Það komu dagar þar sem ég vann kannski í 17 tíma og ég veipaði allan tímann,“ segir hann. Það var svo í maí 2024 að hann byrjaði að kasta upp blóði en á þeim tímapunkti var hann kominn með lungnabólgu sem hélt áfram að versna.

James er nú við ágæta heilsu þó að annað lunga hans muni sennilega aldrei ná fyrri styrk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein