fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Pressan
Laugardaginn 18. janúar 2025 17:00

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert meðal þeirra mörgu sem glíma við of háan blóðþrýsting og grípur til þess ráðs að leita ráða hjá „Herra Google“ þá færðu líklega margar milljónir ráða upp á skjáinn á örskotsstund. Það getur auðvitað verið yfirþyrmandi og erfitt að finna nothæf ráð í öllum þessum ráðum, sem eru síðan misgáfuleg.

Það er auðvitað hægt að taka mörg skref til að lækka blóðþrýstinginn en ein „falin“ venja getur hugsanlega hækkað blóðþrýstinginn án þess að þú takir eftir því.

Blóðþrýstingurinn er mælikvarði á hvernig blóðið rennur um æðarnar. Vandinn, sem getur komið upp, er að það rennur með of miklu afli og veldur þá þrýstingi á æðaveggina. Með tímanum getur þetta skaðað æðarnar sem eykur líkurnar á hjartaáfalli og blóðtappa. Góður blóðþrýstingur er undir 120/80 mm Hg en allt yfir 130/80 telst of hár þrýstingur.

Mikilvægasti vaninn sem þarf að láta af, ef blóðþrýstingurinn er of hár, er að borða mat sem inniheldur viðbætt natríum og mettaða fitu. Matur á veitingahúsum inniheldur einmitt oft þessi efni og það sama á við um ofurunnin matvæli.

Ofurunnin matvæli, til dæmis snakk, kex, sælgæti og gosdrykkir, innihalda oft mikið af natríum, sykri og rotvarnarefnum. Þessi efni geta haft neikvæð áhrif á heilsu okkar.

Dr. David L. Katz, læknir, segir að ofurunnin matvæli innihaldi efni sem hann myndi aldrei nota í eldhúsinu heima hjá sér, má þar nefna bragðaukandi efni og litarefni.

Þessi efni geta hækkað blóðþrýstinginn, sérstaklega natríumið í matvælunum en það hefur mikil áhrif á blóðþrýstinginn.

Það er auðvitað hægt að gera ákveðnar breytingar á lífsstíl sínum í því skyni að lækka blóðþrýstinginn.

Eldaðu matinn heima – Ef þú eldar matinn heima, þá hefur þú fulla stjórn á innihaldinu, til dæmis salti og sykri. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókin matseld. Einfaldir réttir á borð við hafragraut og salat eru nú ekkert til að fúlsa við.

Hreyfðu þig – Regluleg hreyfing skiptir miklu máli þegar kemur að því að hafa stjórn á blóðþrýstingnum. Öll hreyfing, hvort sem það er garðvinna, hjólreiðar eða göngutúr, er af hinu góða.

Taktu á stressinu – Krónískt stress getur aukið hættuna á of háum blóðþrýstingi. Ef þú getur fundið leiðir til að draga úr stressinu, þá hjálpar það til við að halda blóðþrýstingnum niðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein