Það dylst fáum að með því féll Zuckerberg á hné fyrir Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að reyna að gera honum til hæfis.
Í nýlegu viðtali í hlaðvarpinu „The Joe Rogan Experience“ gagnrýndi Zuckerberg stjórn Joe Biden, núverandi forseta, harðlega og sagði að hún hafi ítrekað „beitt miklum þrýstingi“ til að láta fjarlægja ákveðið efni af Facebook. NBC News skýrir frá þessu.
„Það var einfaldlega þannig að fólk úr stjórn Joe Biden hringdi í okkur og öskraði og bölvaði. Þetta náði því stigi að við sögðum: „Nei, við ætlum ekki að fjarlægja hluti sem eru sannir. Það er hlægilegt,“ sagði hann.“
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Zuckerberg sakar Hvíta húsið um að hafa afskipti af því efni sem er á Facebook. Er Hvíta húsið sagt hafa haft samband við hann á tíma heimsfaraldurs kórónuveirunnar til að biðja um að eitt og annað um kórónuveiruna, sem Zuckerberg segir hafa verið „fyndið“, yrði fjarlægt af samfélagsmiðlinum.