fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Pressan

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Pressan
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 20:30

Hjónin á leið í brúðkaupsferðina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Williams, 63 ára nýkvæntur karlmaður í Arizona í Bandaríkjunum, hefur stefnt flugfélaginu American Airlines vegna atviks um borð í vél félagsins fyrir skemmstu.

Anthony var á ferð með eiginkonu sinni, hinni 34 ára gömlu Katsiarynu Shasholka, þegar hann var sakaður um mansal.

Hjónin voru á leið frá Arizona til Flórída í brúðkaupsferðalag þegar farþegi um borð viðraði grunsemdir sínar við starfsfólk vélarinnar að eitthvað gruggugt væri við hjónin og Katsiaryna væri hugsanlega mansalsfórnarlamb.

Án þess að spyrja nokkurra spurninga hafði starfsfólk vélarinnar samband við laganna verði og var Anthony leiddur frá borði ásamt eiginkonu sinni á meðan málið var skoðað.

Myndin sem fylgir meðfylgjandi frétt var tekin um borð í vélinni ekki löngu áður en martröð þeirra hófst.

Anthony telur að hann hafi verið fórnarlamb kynþáttamörkunar (e. racial profiling) af starfsfólki vélarinnar og laganna vörðum sem höfðu afskipti af þeim á flugvellinum í Miami.

Lögmaður Anthony segir að skjólstæðingur hans hafi upplifað mikla niðurlægingu og auðvelt hefði verið að sannreyna að þau væru í raun og veru hjón. Hefur Anthony krafist 75 þúsund dollara bóta frá American Airlines, 10,6 milljóna króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon