fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Pressan
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 04:15

Auglýsing fyrir samtal Musk og Weidel. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flissandi og daðrandi ræddu Elon Musk og Alice Weidel, formaður þýska öfgahægriflokksins AfD, saman í beinni útsendingu á X, sem er samfélagsmiðill í eigu Musk, á fimmtudaginn. Þar ræddu þau um eitt og annað, allt frá flóttamönnum til ferða til Mars og settu fram fáránlega lygi um Adolf Hitler.

Það þarf svo sem ekkert að velkjast í vafa um það lengur að Musk, sem er ríkasti maður heims, er orðinn klappstýra fyrir AfD nú í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi. Af þeim sökum bauð hann Weidel í beina útsendingu á fimmtudaginn.

Margir göptu stórt þegar fáránleg staðhæfing um Hitler var sett fram í samtali þeirra.

Í samtalinu, sem stóð yfir í 70 mínútur og fór fram og til baka hvað varðar efnistök og virkaði ansi stíft en stundum jaðraði við að þau döðruðu við hvort annað og grínuðust, sagði Weidel að Hitler hafi „verið kommúnisti að upplagi“.

„Hann var kommúnisti, sósíalisti. Punktur. AfD er hið gagnstæða. Þetta er íhaldssamur, frjálslyndur flokkur, Hitler var ekki á hægri vængnum . . . Hann var ekkert annað en sósíalisti sem hataði gyðinga,“ sagði Weidel. Musk mælti henni ekki í mót þegar hún lét þessi orð falla.

Hitler gerði það ávallt ljóst að hann væri alls ekki sósíalisti og leit á kommúnista sem einn stærsta óvin sinn.

AfD er öfgahægriflokkur, popúlistaflokkur, sem boðar harða stefnu í málefnum innflytjenda. Kosið verður til þings í Þýskalandi 23. febrúar og stefnir í að flokkurinn verði sá næststærsti.

Aðrir flokkar á þýska þinginu standa saman um að starfa ekki með AfD sem hefur oft verið líkt við Hitler og nasisma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins