fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Trump birtir gervisamtal við Obama

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 12:30

Hér heilsast Obama og Trump í janúar 2017. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á ný eftir 6 daga birti myndband af sér og Barack Obama, forseta Bandaríkjanna frá 2009-2017, á öllum samfélagsmiðlasíðum sínum. Myndbandið er tekið rétt í þann mund sem útför Jimmy Carter, forseta Bandaríkjanna frá 1977-1981, sem fram fór á dögunum, er að hefjast þar sem vel virtist fara á með Trump og Obama en þeir sátu hlið við hlið. Í myndbandinu er hins vegar búið að bæta við hljóði sem bersýnilega er búið til með aðstoð gervigreindar. Ljóst er að Trump og Obama töluðu saman áður en útförin hófst en samtalið sem heyrist í myndbandinu er algjör tilbúningur og snýst það einkum um að hæðast að Kamala Harris fráfarandi varaforseta sem beið ósigur fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum.

Það hefur oft andað köldu opinberlega milli Trump og Obama en þegar sá síðarnefndi var forseti reyndi sá fyrrnefndi að afla þeirri samsæriskenningu fylgis að forsetinn væri ekki fæddur í Bandaríkjunum, sem er skilyrði fyrir því að geta gegnt embættinu. Miðað við látbragð þeirra í útförinni virðast þeir þó hafa verið kurteisir hvor við annan og sjá mátti þá báða brosa. Það liggur ekki fyrir hvort starfslið Trump bjó til myndbandið sem hann dreifði. Hið tilbúna samtal milli Trump og Obama fer hér á eftir, í þýðingu DV:

Obama: Jæja, herra forseti.

Trump: Í annað sinn. Barack, það er mjög gott að sjá þig.

Obama: Til hamingju. Hvernig hefurðu það?

Trump: Mun betra núna.

Obama: Já, það þori ég að veðja um. Ég vissi að þú myndir vinna.

Trump: Ó, í alvöru? Æ, láttu ekki svona. Það gæti hver sem er unnið hana. (Kamala Harris, innsk. DV)

Obama: Ertu að grínast í mér? Ég var alveg jafn hneykslaður. Þú veist hvað gerðist. Hann (Joe Biden, fráfarandi forseti, innsk. DV) vildi bara ekki fara.

Trump: Ég veit það.

Obama: Það er það sem gerðist. Ég gerði það sem ég gat til að hjálpa henni. Hún var skelfileg.

Trump: Ég veit. Veistu hvað ég var að gera mér grein fyrir. Hillary (Clinton, innsk. DV) hatar mig ennþá. Svo mikið.

Þessi orð voru lögð Trump í munn í myndbandinu rétt áður en Obama hló. Hvort Trump sagði þetta raunverulega við Obama liggur ekki fyrir.

Trump: Ég veit að hún mun aldrei fyrirgefa mér.

Samtalið heldur síðan áfram.

Trump: Ég held að við ættum að hittast og ræða málin.

Obama: Ég held það líka. Við getum áreiðanlega skipulagt eitthvað. Láttu mig vita hvað hentar þér best.

Trump: Í golfi? Ég ætlaði að fljúga aftur til Flórída á morgun til að spila golf.

Obama: Allt í lagi.

Því næst í myndbandinu sést Kamala Harris setjast í sæti sitt í sætaröðinni fyrir framan Obama og Trump.

Obama: Sástu þetta? Hún vill ekki einu sinni horfa á mig.

Trump: Í alvöru? Mér var sagt að sumt af hennar fólki hafi sagt að hún hafi fallið.

Með þessum orðum er Trump að ýta undir sögusagnir þess efnis að Kamala Harris eigi við áfengisvandamál að stríða en þær hafa verið á kreiki undanfarið. Gervisamtalið heldur síðan áfram á þessum nótum.

Obama: Ég held raunar að hún hafi gert það. Vissulega. Svo er hún ekki gerð fyrir þetta og þetta álag, ef maður er ekki gerður fyrir það þá gerir það útslagið.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Í gær

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mold varð morðingja Emmu að falli

Mold varð morðingja Emmu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“

Vísindamenn vara við eldgosi – „Þegar það gerist, þá stöndum við frammi fyrir hamförum af áður óþekktri stærðargráðu“