The Guardian segir að samgönguráðuneytið í Suður-Kóreu hafi skýrt frá því að upptaka hafi hætt fjórum mínútum áður en vélin brotlenti.
Flugmenn vélarinnar magalentu henni á Muan flugvellinum en vélin lenti síðan á steyptum vegg og braust þá mikill eldur út. Þetta er mannskæðasta flugslysið sem átt hefur sér stað í Suður-Kóreu.
Rannsakað verður hvað varð til þess að tækin hættu að taka upp.
Upptökurnar voru fyrst rannsakaðar af suðurkóreskum sérfræðingum en hafa nú verið sendir til rannsóknar hjá bandarískum sérfræðingum hjá þarlendum flugmálayfirvöldum.
Flugmenn vélarinnar sögðu flugumferðarstjórum að vélin hefði lent í fuglageri og lýstu yfir neyðarástandi um fjórum mínútum áður en vélin fórst.