„Ó, elskan. Guð minn góður, þú ert á lífi! Þú ert á lífi!,“ segir Casey í myndbandinu þegar hann tekur hundinn sinn, Oreo, í fangið og grætur gleðitárum.
Casey var í vinnunni þegar íbúum í hverfi hans var fyrirskipað að yfirgefa heimili sín í kjölfar gróðureldanna. Hann reyndi hvað hann gat að komast heim til að bjarga hundunum sínum, Oreo og Tika Tika Tika, en festist í umferðinni.
Slökkviliðsmönnum tókst að ná þeim síðarnefnda en Oreo hvarf út í buskann. Hann virðist þó ekki hafa farið langt því hann var við heimili sitt þegar hann fannst.
Myndbandið má sjá hér að neðan.