fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt sem þú lest er lygi, söng hljómsveitin Maus og á þeim tíma var sennilega töluvert hart til orða tekið. Þetta á þó sífellt betur og betur við eftir því sem upplýsingaóreiða eykst og dreifing falsfrétta verður algengari. Margir hefðu þó haldið að ákveðnum hlutum þurfi ekki að taka með fyrirvara, svo sem atvinnuauglýsingum. Bandaríkjamenn eru þó að uppgötva að ekki einu sinni atvinnuauglýsingum er treystandi. Samkvæmt atvinnumiðluninni Greenhouse er nú um 1 af hverjum 5 atvinnuauglýsingum um starf sem í raun er ekki til. Þetta eru svokölluð draugastörf.

„Þetta er eins og í hryllingsmynd. Vinnumarkaðurinn er mun meira niðurdrepandi en áður,“ sagði forstjóri Greenhouse við fjölmiðla. Draugastörfin svokölluðu eru meira en bara atvinnuauglýsing fyrir starf sem er ekki til. Umsækjendur eru gjarnan teymdir áfram, í gegnum það sem virðist vera hefðbundið ráðningarferli, á asnaeyrunum.

Kona að nafni Serena Dao deildi með miðlinum raunum sínum. Hún var í atvinnuleit og miðaði lítið áfram. Eftir að hafa sent sér rúmlega 260 umsóknir komst hún fimm sinnum í svokallað lokaviðtal. Aldrei var henni þó boðið starf. Hún fór því að velta fyrir sér hvort þessi störf hefðu yfir höfuð verið laus.

Nokkuð hefur verið rætt um þessa þróun í bandarískum miðlum undanfarið. Um er að ræða fyrirbæri sem er sífellt að verða fyrirferðameira. Þegar fyrirtæki vaxa þýðir það fleiri störf. Því eru fyrirtæki farin að setja á svið leikrit. Þau auglýsa störf sem aldrei voru til svo að fjárfestar haldi að staða rekstursins sé betri en hún er. Þar með þykist fyrirtæki vera að fjölga starfsfólki án þess að í raun gera það. Sum fyrirtæki nota þetta einnig til að „gluggaversla“ starfsfólk, eða með öðrum orðum kanna hvort umsækjendur séu betri en starfsfólkið sem er nú þegar að störfum.

Þetta skekkir eins rannsóknir á vinnumarkaðinum og erfitt er að átta sig á því hversu mörg raunveruleg störf eru til staðar. Eins flækir þetta ferlið fyrir fólk í atvinnuleit sem þarf nú að sækja um fleiri störf en ella.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði