Í mars 1964 gisti Dylan, sem þá var 22 ára, hjá blaðamanninum Al Aronowitz í New Jersey og gerði sér sófann að góðu sem svefnstað. Þegar Dylan var farinn kíkti Aronowitz í ruslatunnuna sína og fann þá uppkast að söngtexta sem Dylan hafði gert.
Nú er komið að því að selja textann á uppboði og er reiknað með að hann verði seldur fyrir að sem svarar til 60 milljóna króna hið minnsta og að jafnvel fáist sem svarar til um 90 milljóna fyrir hann. Það er uppboðshúsið Julien‘s Auctions sem sér um söluna.
Uppboðið fer fram í Nashville á laugardaginn. Þar verða einnig boðnir upp fleiri munir úr safni Aronowitz en hann átti mikið safn muna sem tengjast Dylan.
Aronowitz lést 2005 en það eru börn hans sem eru nú að selja safn hans.
The Guardian segir að sonur Aronowitz hafi fundið textann að „Mr. Tambourine Man“ þegar hann fór í gegnum 250 kassa af skjölum, ljósmyndum og upptökum úr fórum föður síns.