fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 07:00

Umræddur lagatexti. Mynd:Julien's Auctions

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að gramsa í ruslatunnunni sinni, sérstaklega ef maður hefur verið svo heppinn að fá Bob Dylan í heimsókn.

Í mars 1964 gisti Dylan, sem þá var 22 ára, hjá blaðamanninum Al Aronowitz í New Jersey og gerði sér sófann að góðu sem svefnstað. Þegar Dylan var farinn kíkti Aronowitz í ruslatunnuna sína og fann þá uppkast að söngtexta sem Dylan hafði gert.

Nú er komið að því að selja textann á uppboði og er reiknað með að hann verði seldur fyrir að sem svarar til 60 milljóna króna hið minnsta og að jafnvel fáist sem svarar til um 90 milljóna fyrir hann. Það er uppboðshúsið Julien‘s Auctions sem sér um söluna.

Uppboðið fer fram í Nashville á laugardaginn. Þar verða einnig boðnir upp fleiri munir úr safni Aronowitz en hann átti mikið safn muna sem tengjast Dylan.

Aronowitz lést 2005 en það eru börn hans sem eru nú að selja safn hans.

The Guardian segir að sonur Aronowitz hafi fundið textann að „Mr. Tambourine Man“ þegar hann fór í gegnum 250 kassa af skjölum, ljósmyndum og upptökum úr fórum föður síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka reiddist keppinautnum og eitraði fyrir geit

Unglingsstúlka reiddist keppinautnum og eitraði fyrir geit
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áhugamál tryggir þér góðan nætursvefn

Þetta áhugamál tryggir þér góðan nætursvefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi