Borgarstjórnin hratt herferð af stað fyrir rúmri viku þar sem fólk er hvatt til að borða jólatrén í stað þess að henda þeim. Meðal annars var stungið upp á að fólk borði barrið með því að búa til smjör með bragði úr því. „Með þessu verður jólatréð þitt ekki 100% rusl,“ sagði á vefsíðu borgarinnar.
Þar sagði einnig að innblásturinn að uppskriftinni sé sóttur til Skandinavíu.
Matvælastofnuninni hryllir greinilega við þessari herferð borgaryfirvaldanna og bendir á að þetta sé ekki örugg leið til að endurvinna jólatré og að það sé ekki hægt að tryggja að það að borða jólatré sé öruggt, hvorki fyrir fólk né dýr.
Í kjölfarið sendu borgaryfirvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hafa þurfi í huga að ekki séu öll jólatré æt.