fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Pressan

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef það er 31 dagur í mánuðinum, þá vinn ég 31 dag,“ segir starfsmaður í saumaverksmiðju í kínversku borginni Guangzhou. Starfsmaðurinn er í hópi mörg þúsund starfsmanna sem vinna í Panyu-hverfinu sem stundum er einnig kallaður Shein-þorpið.

Uppgangur kínverska verslunarfyrirtækisins Shein hefur verið lyginni líkastur á síðustu árum en á vefsíðu fyrirtækisins eru einkum seld föt og ýmsar heimilisvörur. Vörurnar eru margar hverjar hræódýrar og er til dæmis hægt að fá úlpur, jakka og fína spariskó á nokkra þúsundkalla.

Langir vinnudagar

Veltan hjá Shein, sem er í einkaeigu, hefur aukist ár frá ári og er fyrirtækið í dag metið á 36 milljarða punda, eða 6.200 milljarða króna. Hefur fyrirtækið skotist fram úr risum á borð við H&M, Zara og Primark í Bretlandi. En fyrirtækið hefur einnig fengið á sig gagnrýni fyrir þrælkun og ánauð og meira að segja í fyrra játaði fyrirtækið að börn hefðu unnið í verksmiðjum sem sauma fyrir fyrirtækið.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar í dag ítarlega um aðbúnað starfsmanna í Shein-þorpinu svokallaða en þar eru fjölmargar verksmiðjur sem sauma föt fyrir fyrirtækið. Heimsóttar voru um 10 verksmiðjur, rætt við eigendur þeirra og starfsfólk sem vinna oftar en ekki mjög langa vinnudaga á lágum launum. Eru dæmi um að vinnuvika starfsmanna séu 75 tímar, eða tæpir ellefu tímar á degi hverjum að meðaltali.

Í rannsókn BBC kemur fram að saumavélarnar ómi í Pany-hverfinu frá morgni til kvölds og jafnvel eftir klukkan 22 sitji starfsmenn enn sveittir við. Stöðugur straumur af flutningabílum flytji fataefni nánast á færibandi í verksmiðjurnar.

„Við vinnum venjulega 10, 11 eða 12 tíma á dag,“ segir 49 ára kona frá Jiangxi í samtali við BBC en fram kemur að konan hafi ekki viljað segja til nafns. „Á sunnudögum vinnum við um þremur tímum skemur,“ bætir hún við.

„Við þénum svo lítið og það er orðið svo dýrt að lifa,“ segir konan en af þeim sökum þurfa starfsmenn að sætta sig við langa vinnudaga til að hafa í sig og á. Hún á tvö börn sem búa hjá afa sínum og ömmu og vill konan safna pening til að létta þeim lífið.

Konan útskýrir að starfsmenn fái greitt fyrir hverja flík sem þau sauma, en misjafnt er eftir því hversu flókin verkefnin eru hversu mikið þeir fá. Einn stuttermabolur getur til dæmis gefið 1-2 yuan en eitt yuan er tæpar tuttugu krónur. Segir konan að hún geti saumað um tólf stuttermaboli á klukkutíma.

Fá mest um 190 þúsund á mánuði

Í frétt BBC kemur fram að venjulegur vinnudagur virðist að jafnaði vera frá klukkan 8 að morgni til 22 að kvöldi. Og flestir starfsmenn segja að þeir þéni um 4.000 til 10.000 yuan á mánuði, eða allt frá 77  þúsund upp í rúmar 190 þúsund krónur. Og það fyrir mjög langa vinnudaga sem fyrr segir.

„Þessi vinnutími er ekki fáheyrður en hann er klárlega ólöglegur og gengur gegn grundvallarréttindum vinnandi fólks“ segir David Hachfield, fulltrúi svissneska eftirlitsfyrirtækisins Public Eye, í samtali við BBC. Bendir hann á að samkvæmt kínverskri vinnulöggjöf eigi vinnuvikan ekki að vera lengri en 44 tímar og þá eigi vinnuveitendur að sjá til þess að starfsmenn fái að minnsta kosti einn frídag í viku. Hvað þetta varðar virðist pottur vera brotinn.

Í umfjöllun BBC kemur fram að ekki virðist fara illa um starfsmenn í verksmiðjum fyrirtækisins. Þær eru vel upplýstar, viftur halda loftgæðum bærilegum og þá er ágætlega rúmt um starfsfólk. Þá er þess getið að plaköt séu á veggjum sem hvetja starfsfólk til að tilkynna það ef grunsemdir vakna um að börn séu að störfum. Er tekið fram í umfjölluninni að forsvarsmenn Shein hafi lagt aukna áherslu á eftirlit með þessu nú þegar fyrirtækið sækist eftir því að komast inn í bresku kauphöllina.

Fyrirtækin sem framleiða föt fyrir Shein eru einnig sum hver í þröngri stöðu eins og fram kemur í viðtölum við eigendur þeirra.

„Shein hefur sína kosti og galla. Það góða er að pantanirnar eru yfirleitt mjög stórar en tekjurnar yfirleitt lágar,“ segir einn. Stærðar sinnar vegna hefur Shein mikil völd. „Áður fyrr saumuðum við og seldum fötin sjálf. Við gátum áætlað kostnaðinn, ákveðið verðið og reiknað út hagnaðinn. En núna stjórnar Shein verðinu og þar af leiðandi þarf maður að finna leiðir til að lækka kostnað,“ segir hann.

Hér er hægt að nálgast umfjöllun BBC um Shein í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Í gær

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Í gær

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“

10 hlutir sem farþegar gera sem pirra flugþjóna – „Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig“
Pressan
Í gær

Svona virkjar þú náttúrulegt þyngdartapshormón líkamans

Svona virkjar þú náttúrulegt þyngdartapshormón líkamans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi

Meingallaðir verðlaunapeningar frá ólympíuleikunum í Frakklandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn

5 uppskriftir sem hjálpa þér að drekka meira vatn