Sky News segir að bensínstöðin sé í Zaher í Bayda-héraðinu. Sprengingin varð til þess að mikill eldur braust út. Á upptökum má sjá gríðarlega mikinn eld senda mikinn svartan reyk upp í loftið.
Uppreisnarmenn Húta eru með Bayda-héraðið á sínu valdi en þeir hafa háð stríð við stjórn landsins síðan 2014.
Rúmlega 150.000 manns hafa fallið í borgarastyrjöldinni en segja má að þrátefli ríki í henni þar sem hvorugum stríðsaðilanum virðist takast að styrkja stöðu sína.