fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

Unglingsstúlka reiddist keppinautnum og eitraði fyrir geit

Pressan
Sunnudaginn 12. janúar 2025 17:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk unglingsstúlka hefur verið ákærð fyrir dýraníð í kjölfar þess að hún eitraði fyrir hálfs árs gamalli geit. Sagði hún ástæðuna vera þá að eigandi geitarinnar væri svindlari.

Stúlkan heitir Aubrey Vanlandingham og er 17 ára gömul. Hún stundar nám í miðskóla (e. High school) í borginni Cedar Park í Texas.

Í umfjöllun vefmiðilsins Allthatsinteresting.com kemur fram að á upptökum úr öryggismyndavél megi sjá Vanlandingham neyða geitina, sem hét Willie, til að innbyrða skordýraeitur. Eitrið varð á endanum Willie að aldurtila.

Willie var einn af sýningargeitum skólans. Hann var í eigu 15 ára stúlku sem er nemandi við skólann.

Vanlandingham er klappstýra og formaður deildar í skólanum sem tilheyrir samtökum ungra Bandaríkjamanna sem áhuga hafa á að gerast bændur. Samtökin bjóða nemendum í skólum, sem taka þátt, að halda búfé og keppa með það í sýningum þar sem peningaverðlaun eru í boði. Sjálf tók Vanlandingham oft þátt í slíkum sýningum með geitinni sinni, Lacey og mætti þar meðal annars Willie og eiganda hans.

Í október á síðasta ári sendi Vanlandingham eiganda Willie og móður hennar skilaboð með myndbandi þar sem sjá mátti að eitthvað var verulega að geitinni meðal annars sást hann fá krampakast.

Móðirin þusti á staðinn, hlöðu á lóð skólans þar sem sýningardýrin eru vistuð, en geitin drapst í örmum hennar og dýralækni tókst ekki að bjarga lífi Willie.

Skelfileg uppgötvun

Þessi skyndilegi dauði hins bráðunga Willie vakti að vonum uppnám í skólanum. Þegar var hafist handa við að rannsaka atvikið og upptökur úr eftirlitsmyndavélum hlöðunnar skoðaðar. Það sem sjá mátti á upptökunum vakti hrylling meðal starfsmanna skólans.

Glögglega mátti sjá Vanlandingham troða sprautu upp í kjaftinn á Willie sem streittist mjög á móti en hún náði á endanum að sprauta vökva upp í hann.

Þegar Willie var síðan krufinn gaus upp lykt af skordýraeitri.

Við yfirheyrslur viðurkenndi Vanlandingham að hafa eitrað fyrir Willie með skordýraeitri sem er geymt í hlöðunni. Sagðist hún hafa gert það þar sem stúlkan sem átti Willie sé svindlari og henni líki ekki við svindlara.

Við leit í síma Vanlandingham sást glögglega að hún hafði leitað að upplýsingum um hvernig best væri að bera sig að við að eitra fyrir geitum.

Ákærð

Vanlandingham var í kjölfarið ákærð fyrir dýraníð en við slíkum brotum í Texas liggur allt að tveggja ára fangelsi eða 10.000 dollara (1,4 milljónir íslenskra króna) sekt.

Hún hefur ekki tekið afstöðu enn til ákærunnar.

Málið hefur vakið mikinn óhug í skólanum og meðal borgarbúa. Móðir eiganda Willie segir að þeim mæðgum sé afar brugðið og hafi aldrei átt von á að svona nokkuð gæti gerst.

Móðirin segir það fráleitt að dóttir hennar hafi svindlað í keppni á búfjársýningu það sé engin leið til þess að svindla þegar verið sé að sýna geitur. Vanlandingham hafi einfaldlega gengið svona langt vegna öfundsýki.

Tveggja ára aldurmsunur er á stúlkunum og þær þekktust því lítið sem ekkert.

Móðirin segir ljóst að Vanlandingham hafi gert þetta að yfirlögðu ráði hún hafi eins og dóttir hennar sótt námskeið hjá dýralæknum og því vitað vel hvað hún var að gera. Móðirin telur dóttur sinni stafa ógn af Vanlandingham sem á að mæta fyrir dóm næstkomandi miðvikudag.

Þangað til málið verður leitt til lykta hefur Vanlandingham verið vísað úr skólanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt brak féll úr geimnum á þorp í Kenía – Heimamenn óttuðust heimsendi

Dularfullt brak féll úr geimnum á þorp í Kenía – Heimamenn óttuðust heimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“