fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

Svona virkjar þú náttúrulegt þyngdartapshormón líkamans

Pressan
Sunnudaginn 12. janúar 2025 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið um megrunarlyfið Wegovy á síðustu misserum og margir vilja gjarnan komast yfir það. En vissir þú að lyfið er í raun ekkert annað en eftirlíking af þeim hormónum líkamans sem láta hann léttast?

Skýrt er frá þessu í nýlegri umfjöllun Jótlandspóstsins þar sem rætt er við Anette Sams. Hún starfaði hjá danska lyfjarisanum Novo Nordisk við lyfjaþróun en fyrir tíu árum sagði hún upp til að geta fylgt þeirri köllun sinni að breiða út vitneskju sína um heilbrigði.

Í viðtalinu deildi hún fjórum ráðum um hvernig er hægt að hafa áhrif á hið náttúrulega hormón sem veldur þyngdartapi.

Hún sagði að ef fólk fylgi þessum ráðum í einu og öllu, þá léttist það ekki bara, því ónæmiskerfið styrkist, það dragi úr bólgum og lífsstílssjúkdómum fækki.

Hún sagði að sér finnist að við höfum gert þetta mun flóknara en þörf er á. Allir líkamar séu mismunandi en leiðin að náttúrulegu og viðvarandi þyngdartapi þurfi, fyrir flesta, ekki að vera svo flókin.

„Það er þrennt sem er mikilvægast. Eitt er að viðhalda stöðugu blóðsykurmagni, annað er að þarmaflóran þrífist og það þriðja er að mynda þyngdartapshormón. Þyngdartapshormónið hjálpar þér að ná stjórn á matarlystinni og tryggir stöðugt blóðsykurmagn en stöðugt blóðsykurmagn hefur mikil áhrif á matarlystina og orkustigið. Þarmaflóran er nauðsynleg fyrir hvoru tveggja,“ sagði hún.

Ráðin fjögur sem hún veitti eru eftirfarandi:

Borðaðu bara þrjár aðalmáltíðir á dag og láttu þær samanstanda af eins miklu af óunnum matvörum og hægt er. Ofurunnin matvæli eru hönnuð til að veita skammvinna vellíðunartilfinningu. Óunnin matvæli, með heilum plöntufrumum, krefjast hins vegar meira af meltingarkerfinu. Langvarandi melting óunninna matvæla gerir að verkum að líkaminn losar um þyngdartapshormónið GLP-1 og tryggir stöðugt blóðsykurmagn án mikilla sveiflna. Á matardisknum á um 75% af matnum að vera grænmeti en 25% eiga að vera góð uppspretta fitu og prótíns.

Komdu púlsinum í gang. Maður ætti að ganga, hlaupa, hjóla eða hreyfa sig á annan hátt í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Sams sagði að þess utan eigi fólk að láta reyna á púlsinn minnst fjórum sinnum á dag. Þetta getur verið eitthvað einfalt eins og að ganga rösklega upp stigann í vinnunni. Hreyfing losar um GLP-1 hormónið.

Stabíll og samfelldur svefn í sjö til níu klukkustundir á hverri nóttu veitir líkamanum tækifæri til að laga margt. Það eru heldur ekki margir, ef þá einhverjir, sem borða á meðan þeir sofa og því næst raunveruleg fasta á meðan sofið er. Það gerir líkamann betur í stakk búinn til að halda blóðsykurmagninu stöðugu næsta dag. Fastan gerir þyngdartapshormóninu glukago tækifæri til að vinna ótruflað.

Farðu í kalt bað. Við búum almennt við svo góðar aðstæður að okkur er nánast aldrei kalt. Ef þú stundar vetrarböð eða ferð í kalda sturtu, þá brennir þú hitaeiningum og virkjar brúnu fitu líkamans sem hjálpar til við að halda líkamanum heitum og notar orku til þess. Sams sagði það vera misskilning að lífið eigi að vera þægilegt. Að fara í gegnum lífið með því að gera bara þægilega hluti geri að verkum að notalegir hlutir missi gildi sitt. Það er miklu betra að borða góða máltíð þegar maður er svangur. Það er miklu notalegra að setjast í sófann þegar maður er nýbúinn að hlaupa. Það er yndislegt að hlýna eftir að hafa verið kalt. Þetta á við um allt sagði Sams.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt brak féll úr geimnum á þorp í Kenía – Heimamenn óttuðust heimsendi

Dularfullt brak féll úr geimnum á þorp í Kenía – Heimamenn óttuðust heimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“