Eldfjallið er um 480 km vestur af Cannon Beach. Það gýs reglulega en þrjú síðustu gosin voru 1998, 2011 og 2015. Live Science skýrir frá þessu og vísar í bloggfærslur vísindamanna sem fylgjast með eldjallinu.
Engin hætta steðjar að fólki vegna gosa í eldfjallinu. Vegna legu þess og hversu virkt það er, þá hafa vísindamenn kosið að fylgjast vel með því og hafa stofnað sérstaka rannsóknarstöð um það sem ber heitið „New Millennium Observartory“.
Mælitæki sýna að yfirborð eldfjallsins er að þenjast út en það er merki um kvikuhreyfingar, sem enda líklega með gosi, að sögn William Chadwick, jarðfræðings við Oregon State University, sem vinnur að rannsóknum á eldfjallinu. Nemur þenslan 95% af því sem hún var áður en það gaus 2015.