Ferðalög eru frábær og flest elskum við að ferðast. Flugið er samt líklega mest spennandi hluti ferðalagsins, sérstaklega þegar álagið er mikið, fluginu seinkar eða því er hreinlega aflýst.
Flugfreyjur og -þjónar eru hluti af fluginu, starfsmenn sem eru þar til að veita flugþarþegum þjónustu, en þó fyrst og fremst til að tryggja öryggi þeirra.
„Það er miklu meira innifalið í starfinu en að veita þjónustu í flugi. Við erum fyrst og fremst öryggissérfræðingar og erum þjálfuð til að takast á við neyðartilvik sem geta komið upp hvenær sem er á flugi,“ segir Andy, sem starfar sem flugþjónn hjá stóru flugfélagi. „Þegar eitthvað kemur upp á 36.000 fet yfir jörðu þá erum við fyrsta viðbragðið.“
Um farþegana segir Andy:
„Í lok dagsins kemur það niður á gullnu reglunni. Ef þú sýnir mér virðingu mun ég vera meira en fús til að leggja mig fram og gera flugið þitt eins ánægjulegt og mögulegt er. Flugþjónarnir þínir eru líka manneskjur, svo næst þegar ferðalagið þitt gengur ekki eins og þú ætlaðir, komdu og talaðu við okkur því við höfum líklega lent í svipaðri stöðu einhvern tíma á lífsleiðinni og getum reynt að hjálpa þér eins vel og við getum. Við erum líka með tilfinningar eins og aðrir. Kurteisi og samkennd gerir allt betra.“
Flugfreyjur og -þjónar hafa margir tjáð sig um háttsemi flugfarþega sem pirrar þá. Hér eru 10 atriði sem þú ættir að forðast þegar þú ert kominn um borð.
Rétt eins og þú ættir ekki að snerta ókunnuga manneskju á jörðu niðri, vinsamlegast ekki snerta áhafnarmeðlim, sem er þér ókunnugur, í fluginu.
„Ekki snerta okkur. Hættu að snerta okkur. Ekki pota í mig eða banka í mig eða sveifla fingrum þínum á handleggnum á mér. Ég er með nafnmerki. „Frú, herra eða afsakið“ virka líka mjög vel.“
„Við kunnum að meta það þegar fólk notar orð sín. Að pota og hrista hluti eins og rusl í andlitið á okkur er meira enn pirrandi og dónalegt.“
„Að pota í mig eða snerta mig á hvaða líkamshluta sem er til að reyna að ná athygli minni – ekki. Bara vinsamlegast ekki.“
Við inngöngu og undirbúning og brottför flugs gengur mikið á á stuttum tíma. Áhafnarmeðlimir þurfa að sinna mikilvægum öryggisatriðum, þannig að endilega bíddu með að biðja um vatnsglas á þessum tíma.
„Að biðja um vatn til að taka pillu á meðan farþegar eru að ganga um borð,“ sagði einn áhafnarmeðlimur vera atriðið sem pirrar hann mest. „Af hverju tókstu ekki pilluna á meðan þú beiðst á brottfararsvæðinu? Það er nóg af vatnskrönum og flöskuvatn til sölu á flugvellinum.“
„Ef þú þarft að taka lyf skaltu undirbúa þig og fá þér flösku eða drekka vatn áður en þú ferð um borð. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að við höfum aðeins nokkrar mínútur til að koma öllum í sæti og fá þá til að festa sætisólar svo við getum lokað fluginu.“
Við skiljum þetta öll, maður þarf á salernið þegar maður þarf þess. En ef þú getur skaltu skipuleggja ferðina á salernið þannig að þú þurfir ekki að fara þegar áhöfnin er að sinna þjónustu.
„Ég hata þegar farþegar sjá mig í ganginum og velja samt að standa upp og ýta sér framhjá mér í átt að salerninu,“ sagði einn áhafnarmeðlimur.
„Ég þoli ekki þegar farþegar standa upp til að fara á klósettið um leið og við erum mætt á ganginn til að útdeila drykkjum. Það er erfitt að bera bakkann eins og hann er, hvað þá að halda honum yfir höfuðið á einhverjum á meðan þeir reyna að troða sér við hliðina á mér til að komast aftur í sæti sitt.“
Notaðu bjölluna sparlega. „Ef við erum nýfarin í loftið og beltisskiltið er enn á, þá verðum við mætt að þjónusta eftir smástund. Bíddu bara í fimm mínútur. Og ef við höfum nýlokið þjónustuferð um ganginn, eða ef þú sérð að við erum að sinna þjónustu nokkrum röðum á eftir þér, bíddu bara í smástund.“
Að tryggja að þú komist í tengiflug er án efa mikilvægt verkefni, en ekki búast við að áhöfnin viti öll smáatriði um hvert flug sem kemur og fer frá flugvellinum.
„Að komast að því að fluginu sé seinkað og búast strax við að áhafnarmeðlimir viti um tengiflug eða önnur flug“ sagði áhafnarmeðlimur aðspurður um hegðun farþega sem mest pirrar hann. „Við komumst að seinkuninni á sama tíma og farþegar gera það og við getum ekki stjórnað tengiflugum.“
Annar áhafnarmeðlimur tekur í sama streng: „Við vitum ekki mikið meira en þú um tengiflugið þitt. Og nei, tengiflugið þitt mun ekki bíða eftir þér.“
Ef þú svafst í gegnum matmálstímann eða fannst þú ekki svangur á þeim tíma sem boðið var upp á mat, athugaðu að þú getur ekki fengið matinn þinn seinna. „Við erum með um 300 farþega hérna. Af hverju ekki að haga sér eins og allir aðrir?“
Þetta er ekki bara gæluverkefni, heldur sannarlega hættulegt verkefni fyrir áhafnarmeðlimi.
„Þegar farþegi veit að hann getur ekki lyft töskunum sínum vegna meiðsla eða annarra persónulegra ástæðna og ætlast til að flugþjónarnir setji töskuna/r í farangurshólfið fyrir hann – vinsamlegast tékkaðu bara töskuna þína inn. Flugþjónar eru hér til aðstoðar, ekki til að bera og lyfta farangrinum fyrir þig.“
Teygjur eru mikilvægar fyrir langflug. Gakktu úr skugga um að þú gerir það á viðeigandi stað.
„Þegar ég er að fara í gegnum ganginn í vinnunni minni og farþegi stendur þar til að nota aðstöðuna eða teygja fæturna, láttu ekki eins og ég sé að trufla þig þegar ég bið um að komast framhjá,“ segir ein flugfreyja. „Ég er að vinna vinnuna mína á vinnusvæðinu mínu.“
„Að klippa eða þjala fingur- og táneglur er ógeðslegt og pirrandi fyrir bæði áhöfn og aðra farþega.“
Næst þegar þú ferð út úr flugvél, gefðu þér augnablik til að hugsa um allt sem áhöfnin gerði fyrir þig – frá því að tryggja að þú hafir vatn og mat til að halda þér öruggum í fluginu – og segðu einfalt „takk fyrir“.
„Að þakka flugmanninum á meðan hann fór út og hunsa mig eða horfa ekki einu sinni á mig – hversu móðgandi,“ sagði flugfreyja nokkur.
Annar áhafnarmeðlimur bætti við: „Ekki taka eftir okkur eða horfa í augun á okkur, ekki segja vinsamlega og þakka þér. Við erum líka fólk. Vinsamlegast komdu fram við okkur af virðingu.“