Vísindamenn fundu fimm fótsporaslóðir þar og tæplega 200 fótspor. Líkja vísindamenn þessu við „hraðbraut risaeðla“. Lengsta slóðin er rúmlega 150 metrar.
Fjórar af slóðunum eru eftir risastórar, hálslangar, grænmetisætur sem nefnast sauropods en þær eru taldar hafa orðið allt að 18 metrar langar.
Fimmta slóðin er eftir Megalosaurus, sem var kjötæta.
Sky News segir að slóðirnar veki upp spurningar um hvort grænmetisætur og kjötætur hafi átt í einhverjum samskiptum.
Vísindamenn geta lesið göngulag risaeðlanna, hraða þeirra og stærð þeirra úr fótsporunum.
Það voru rúmlega 100 vísindamenn frá Oxford háskóla og Birmingham háskóla sem unnu við uppgröft á svæðinu síðasta sumar.