„Pasta er hluti af kolvetnaneyslunni í mörgum samfélögum en hefur verið tengt við ofþyngd og offitu,“ segja næringarfræðingarnir Lisa Sanders og Joanne Slavin í rannsókn þeirra sem hefur verið birt á MDPI.
Þær greindu 38 rannsóknir um pastaneyslu og líkamsþyngd barna og fullorðinna og komust að þeirri niðurstöðu að „neysluvenjur, þar sem mikils pasta var neytt, tengdust almennt ekki ofþyngd eða offitu“.
Með öðrum orðum, þá fundu þær engin tengsl á milli þess hversu mikið fólk borðaði af pasta og hversu líklegt það var til að vera í ofþyngd.
Þær segja að ein rannsóknin, sem þær studdust við, hafi bent til að „pasta geti verið hluti af hollu mataræði og ekki átt hlut að máli hvað varðar þyngdaraukning né komið í veg fyrir að fólk léttist“.
Þær rannsökuðu aðeins gögn sem náðu til venjulegs hvíts pasta.