Sem betur fer slasaðist enginn og engar byggingar skemmdust þegar brakið skall til jaðar en að er hringur, sem er um tveir metrar í þvermál sem vegur um 500 kíló.
Tuko hefur eftir einum þorpsbúa að hún hafi heyrt háan hvell sem hún hafi ekki vitað hvað olli. Síðan hafi hluturinn skollið á jörðinni með miklum hávaða og hafi fólk orðið hrætt. Annar sagðist hafa haldið að eitthvað hefði sprungið og hafi óttast að nú væri heimsendir runninn upp.
Metro segir að ekki sé búið að staðfesta uppruna hlutarins en keníska geimferðastofnunin telji að þetta sé hringur af eldflaug sem hafi verið notuð við geimskot. Slíkir hlutir eru venjulega hannaðir til að brenna upp í gufuhvolfinu eða til að hrapa á óbyggðum svæðum, til dæmis í sjóinn.