Mirror skýrir frá þessu og segir að kveðið hafi verið upp úr um að innihald hinnar heilögu ritningar sé óviðeigandi vegna „djarfs kynlífsefnis“. Kemur þetta að sögn fram í tölvupósti frá Darryl Flusche, fræðslustjóra skólaumdæmisins, en tölvupóstinum var lekið til fjölmiðla.
Í honum kemur einnig fram að þrátt fyrir að biblían hafi verið fjarlægð úr skólabókasöfnum þá sé hún enn aðgengileg í mörgum almenningsbókasöfnum í skólaumdæminu.
Í tölvupóstinum segir Flusche að samkvæmt nýju lögunum þá sé óheimilt að hafa bækur, sem innihalda svo mikið sem eina kynlífslýsingu, í skólum.
Nú þrýsta kristnir trúhópar í Idaho á um að samskonar bann verði sett þar við bókum sem innihalda kynlífslýsingar. Fróðlegt verður að sjá hvort málið í Texas muni hafa áhrif á þessa hópa.
Ekki eru allir sáttir við ákvörðunina um að fjarlægja biblíuna úr skólunum og sagði Regina Kiehne, foreldri tveggja nemenda og fulltrúi í fræðslunefndinni, að henni finnist fáránlegt að henda „bók guðs“ út með „slæmu bókunum“.
Hún sagði einnig að á tímum eins og nú þar sem þurfi að hafa öryggisverði og skothelt gler og dyr í skólum, þá telji hún að það að börnin hafi aðgang að orðum guðs, geti ekki aðeins komið í veg fyrir ofbeldi, heldur einnig veitt þeim huggun og ákveðið öryggi.