fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Segja að líf okkar styttist um 12 mínútur við að drekka einn gosdrykk

Pressan
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 17:42

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hvert sinn sem þú drekkur eina gosflösku eða dós, getur þú tapað 12 mínútum af væntanlegri ævilengd þinni.

Þetta segja vísindamenn við University of Michigan en þeir hafa rannsakað hvaða áhrif neysla ofurunninna matvæla hefur á líf okkar.

Ofurunnin matvæli, sem innihalda efni á borð við gervibragð og liti, rotvarnarefni og ýruefni, geta verið mjög hættuleg ef neyslu þeirra er ekki stillt í hóf.

Sum af þessum matvælum gætu kostað þig margar mínútur af lífi þínu. Pylsa gæti stytt það um 36 mínútur og ef þú færð þér gosdrykk með, þá gætu 12 mínútur bæst við þessa styttingu.

Morgunverðarsamlokur og egg stytta lífið um 13 mínútur ef miða má við niðurstöðu rannsóknar vísindamannanna og ostborgari styttir það um 9 mínútur.

En niðurstöður rannsóknarinnar eru ekki bara neikvæðar, því hún leiddi í ljós að neysla ákveðinna fisktegunda geti lengt lífið um 28 mínútur.

Olivier Jolliet, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að það sé alveg ljóst hversu miklu máli það skipti fyrir fólk að breyta mataræði sínu. Niðurstöðurnar sýni að smávægilegar breytingar hafi töluverðan heilsufarslegan ávinning í för með sér og ekki sé þörf á mjög miklum breytingum.

Meðal þeirra matvæla sem stytta lífið eru:

Pylsa – 36 mínútur

Morgunverðarsamloka – 13 mínútur

Egg – 13 mínútur

Gosdrykkur – 12 mínútur

Ostborgari – 9 mínútur

Beikon – 6 mínútur

Eins og áður sagði, þá getur neysla á ákveðnum fisktegundum lengt lífið og önnur rannsókn leiddi í ljós að neysla á osti á borð við cheddar og brie getur aukið lífslíkurnar og komið í veg fyrir krabbamein í lifur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót og fékk síðan lista yfir 15 atriði sem hún átti að breyta hjá sjálfri sér

Fór á stefnumót og fékk síðan lista yfir 15 atriði sem hún átti að breyta hjá sjálfri sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg