Endanleg krufning bandaríska leikarans Gene Hackman bendir til þess að hann hafi ekki borðað í langan tíma áður en hann lést í febrúar. Opinber skýrsla frá embætti dánardómsstjóra í Nýju Mexíkó sýndi að Hackman var með snefilmagn af asetoni í líkamanum. Eiturefnapróf sýndi 5,3 mg/dl asetónmagn, sem er í samræmi við langvarandi föstu.
Krufningin staðfesti einnig að Hackman væri með „sögu um hjartabilun“ og „alvarlegar langvarandi háþrýstingsbreytingar“ á nýrum. Í skýrslunni kemur einnig fram „taugahrörnunareinkenni í samræmi við Alzheimerssjúkdóm.“
Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó þann 26. febrúar síðastliðinn. Hackman var 95 ára en Arakawa 65 ára.
Embættismenn í Nýju Mexíkó opinberuðu dánarorsök þeirra á blaðamannafundi í mars.
Leikarinn lést af völdum háþrýstings og æðakölkun í hjarta- og æðasjúkdómum, þar sem „þróaður Alzheimerssjúkdómur“ var áhrifavaldur. Það var enginn matur í maga hans, samkvæmt krufningu sem gerð var 27. febrúar, sem leiddi í ljós að hann hafði ekki borðað nýlega. Arakawa dó á sama tíma af völdum hantavirus lungnaheilkennis (HPS), sjaldgæf veira sem smitast af nagdýrum. Vírusinn fannst ekki í Hackman.
Talið er að Arakawa hafi dáið 12. febrúar en Hawkman hafi líklega dáið 18. febrúar þegar gangráður hans sýndi síðast merki um virkni.
Embættismenn telja að Hackman hafi í marga daga verið ómeðvitaður um að eiginkona hans væri látinn. Lík hjónanna fundust í sitt hvoru herberginu á heimili þeirra, sem var yfirfullt af dóti í mikilli óreiðul þann 25. febrúar.