Það var á þriðjudaginn sem lík konu fannst við hjólastíg í Springfield í Massachussetts. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hver hún eða hver dánarorsök hennar var.
Daginn eftir, fundust tveir menn látnir í skólglendi í Salem í Massachusetts, ekki fjarri verslun Walmart. Dánarorsök þeirra liggur ekki fyrir að sögn The Independent.
Á samfélagsmiðlum hefur fólk velt fyrir sér hvort þessi mál tengist öðru morðum sem hafa verið framin í Massachusett, Connecticut og Rhode Island, sem eru oft nefnd New England, á síðustu tveimur mánuðum.
Hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir að stefna almenningi í hættu með því að skýra ekki frá nægilega miklu varðandi málin.
Talsmaður Connecticut State Police sagði The Independent að rannsókn standi yfir á málunum og að á þessu stigi bendi ekkert til að einhver tengsl séu á milli málanna.
Aðeins er búið að bera kennsl á þrjá af þeim átta hafa verið myrtir síðustu tvo mánuði á svæðinu.