fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Pressan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virginia Giuffre var hvað þekktust fyrir að hafa stigið fram til að greina frá kynferðisbrotum sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi bæði Jeffrey Epstein og Andrésar Bretaprins. Hún fannst látin á sveitarbæ sínum í nágrenni Perth í Ástralíu á föstudagskvöld.

„Hún vildi að allir þolendur fengju réttlæti. Það er hver hún var. Við misstum systur okkar. Börn hennar misstu móður sína og móðir hennar missti dóttur. Hún var ein fallegasta sál sem þið gætuð hitt. En ég held að stundum sé þessi byrði og þessi þyngd of mikið til að bera,“ sagði systir hennar, Amanda Roberts, eftir andlátið.

Áður en Virginia lést höfðu fjölskyldumeðlimir lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hennar. Faðir hennar, Sky Roberts, segir að dóttir hans hafi verið mjög þynglynd og illa haldin. Vinir hennar segja að það hafi reynst Virginiu þungbært að vera höfð af háði og spotti á netinu eftir að hún deildi mynd af sér frá sjúkrarúminu í síðasta mánuði.

Þar sagðist Virgina hafa lent í bílslysi og ætti aðeins fjóra daga eftir ólifað. Síðar kom í ljós að um minni háttar slys var að ræða. Talsmaður Virginiu sagði í framhaldinu að hún hefði gert mistök. Hún hafi ekki ætlað að birta opna færslu með þessari mynd. En þessi mistök hafi orðið til þess að netverjar höfðu hana að háði og fóru að efast um trúverðugleika hennar.

Gömul færsla vekur upp spurningar

Virgina sakaði Andrés prins um að hafa misnotað hana þegar hún var aðeins 17 ára og var þolandi mansals í London. Ásakanirnar urðu til þess að prinsinn steig út úr sviðsljósinu árið 2019 en síðan þá hefur hann haft hægt um sig. Virginia höfðaði einkamál gegn prinsinum þar sem hún hélt því fram að hún hefði verið þvinguð til að hafa kynmök við hann. Andrés endaði með að gera dómsátt í málinu. Sáttin var bundin trúnaði en talið er að Virginia hafi fengið greiddar á bilinu 500-2000 milljónir. Andrés tók skýrt fram að þó að hann hafi gert sátt í málinu væri hann ekki að viðurkenna sök.

Virginia er sögð hafa svipt sig lífi en samsæriskenningarsmiðir voru fljótir að grafa upp færslu hennar frá árinu 2019. Þar sagðist hún ekki glíma við þunglyndi og ef einhvern tímann yrði greint frá því að hún hefði svipt sig lífi þá væru brögð í tafli.

„Ég vil að það komi opinberlega fram að ég glími engan veginn og ekki á nokkurn hátt við sjálfsvígshugsanir. Ég hef tilkynnt sálfræðingi mínum og heimilislækni þetta sama – ef eitthvað kemur fyrir mig – gerið það fyrir fjölskyldu mína að láta ekki kyrrt liggja og hjálpa mér að vernda þau. Það er of mikið af illu fólki þarna úti sem vill þagga niður í mér.“

Lögmaður Virginiu segir mál hennar harmleik. „Hugrekki hennar, gæska og styrkur var andagift. Hún var ein sterkasta manneskja sem ég hef þekkt, en ofbeldið sem hún varð fyrir af hendi Jeffrey Epstein og andlega ofbeldið sem hún þurfti að þola frá bandamönnum hans, sem vildu bjarga mannorði sínu með því að ráðast á hennar, bugaði hana að lokum. Guð blessi þig, Virginia, og guð bölvi ofbeldismönnum þínum.“

Spencer Kuvin, sem tók að sér hagsmunagæslu nokkurra þolenda Epstein sagði: „Þolendur ofbeldis jafna sig aldrei fullkomlega. Þrátt fyrir aðdáunarverðan styrk og seiglu, þar sem hún barðist hetjulega gegn ríkum og valdamiklum ofbeldismönnum sínum, er það átakanlegt en þó ekki óvænt að hún hafi kosið að binda endi á líf sitt.“

Það versta sem hún gat hugað sér

Heimildarmaður segir í samtali við DailyMail að síðustu mánuðir hafi verið Virginiu erfiðir. Hjónaband hennar var í molum og hún glímdi við mikinn sársauka á bæði líkama og sál.

„Hún hafði tekið inn lyfseðilskyld verkjalyf frá því að hún var með Epstein. Hún hafði ekki séð börnin sín síðan eiginmaður hennar fékk nálgunarbann gegn henni fyrr á þessu ári. Hún átti að mæta fyrir dómstóla fyrir að hafa brotið gegn banninu. Hún hafði miklar áhyggjur af öllu því sem var verið að segja um hana, en fyrst og fremst hafði hún áhyggjur af því að geta ekki hitt börnin sín. Það braut hana niður.“

Heimildarmaðurinn segir að Virginia hafi skammast sín fyrir að hafa tekist að sigra Epstein og samverkamann hans, Ghislaine Maxvell, en á sama tíma hafi hún ekki fundið styrkinn til að yfirgefa óhamingjusamt hjónaband.

Virginia birti færslur fyrir hálfum mánuði þar sem hún sýndi myndir af börnum sínum þremur. „Ég sakna þeirra svo mikið. Ég hef gengið til heljar og til baka á mínum 41 árum en þetta hefur sært mig meira en nokkuð annað. Meiðið mig, misnotið mig, en ekki taka af mér börnin. Hjartað mitt er í molum og með hverjum deginum sem líður verður harmur minn dýpri.“

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára