fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Pressan
Laugardaginn 26. apríl 2025 16:30

Það er gott að setja tannburstann í uppþvottavélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannburstinn er auðvitað hið mesta þarfaþing. Hann kemur að góðum notum við að halda tönnunum hreinum og heilbrigðum en það gleymist oft að hann hefur þörf fyrir smá umönnun sjálfur.

Það þarf auðvitað að þrífa tannburstann því hann verður nú heldur subbulegur ef hann stendur lengi ónotaður. Þú þarft þó ekki að örvænta því það er hægt að þrífa hann á einfaldan og þægilegan hátt með því einu að setja hann í uppþvottavél.

Tannburstinn fer upp í munninn daglega og síðan stendur hann oft, eða liggur, í rökum umhverfi sem er ekki svo huggulegt þegar maður hugsar út í það.

Lausnin er einfaldlega að skella burstanum í uppþvottavélina öðru hvoru. Það er bara að skella honum í hnífaparaskúffuna og láta hann rúlla í gegnum þvottaprógramm með leirtauinu. Þetta hreinsar hann miklu betur en að setja hann undir bununa úr krananum.

Ef þú vilt þrífa hann enn betur, þá er hægt að sjóða vatn, hella því yfir hausinn og láta hann standa í sjóðandi vatninu í eina mínútu. Bakteríurnar leggja hið snarasta á flótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 5 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn