fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Pressan
Laugardaginn 26. apríl 2025 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef síminn stelur alltaf athygli þinni, þá yfirsjást þér aðrir hlutir, til dæmis skilaboð sem líkaminn sendir þér.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýndi að þátttakendur, sem veita símanum mikla athygli, eru mun líklegri til að skorta líkamsvitund.

Videnskab.dk skýrir frá þessu.

„Þetta er sama mynstur og sést við fíknisjúkdómum á borð við spilafíkn,“ sagði Ysuke Haruki, doktor við Tókýóháskóla, í samtali við Medical Xpress. Hann er aðalhöfundur rannsóknarinnar sem hefur verið birt í vísindaritinu Communications Psychology.

58 ungar manneskjur tóku þátt í rannsókninni. Átti fólkið að finna bókstafi á skjá eins hratt og hægt var. Í bakgrunninum voru farsímatengdar myndir eða myndir sem voru óskýrar og ruglingslegar.

Sum verkefnin tengdust snjallsímum en um helmingur þátttakendanna lét snjallsímamyndirnar trufla sig og stóð sig verr. Þetta átti einnig við um verkefni sem tengdust snjallsímum ekki neitt.

Yusuke sagði að þeir þátttakendur, sem snjallsímarnir trufluðu mest, hafi ekki aðeins staðið sig verr við að leysa verkefnin, hjartsláttur þeirra hafi aukist þegar þeir sáu þessar myndir.

Þrátt fyrir hraðari hjartslátt voru þátttakendurnir ekki eins vakandi yfir merkjum frá líkamanum. Þetta kom í ljós þegar þeir svöruðu spurningalista að tilrauninni lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 5 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn