Í frétt úkraínska miðilsins Kyivpost kemur fram að sprengjan hafi sprungið klukkan 10:40 að staðartíma, skammt frá heimili herforingjans.
Moskalik var aðstoðarframkvæmdastjóri aðalskrifstofu rússneska hersins.
Moskalik er sagður hafa verið á gangi fram hjá bifreið af gerðinni Volkswagen Golf þegar sprengja sprakk í bílnum. Af ummerkjum á vettvangi að dæma var sprengjan fyllt með litlum málmbútum sem gerði sprengjuna hættulegri en ella. Gluggar í nærliggjandi byggingum brotnuðu.