fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Pressan
Föstudaginn 25. apríl 2025 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í bænum Maashorst í Hollandi hafa gengist við því að 46 listaverk sem týndust eftir framkvæmdir á bæjarskrifstofunum í fyrra muni sennilega aldrei koma í leitirnar.

Mörg verðmæt listaverk héngu á veggjum byggingarinnar, þar á meðal silkiprentuð og númeruð mynd af Beatrix Hollandsdrottningu eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol. Myndin sem um ræðir er metin á um tvær milljónir króna, að því er segir í frétt BBC.

Rannsókn hefur leitt í ljós að listaverkunum var komið fyrir í kjallara byggingarinnar og hrein og klár vanþekking hafi orðið til þess að verkunum var hent á ruslahaugana. Samanlagt verðmæti verkanna er talið hafa numið nokkrum milljónum króna.

„Svona fer maður ekki með verðmæti en þetta gerðist og mér þykir það miður,“ segir Hans van der Pas, bæjarstjóri Maashorst, í samtali við Omroep Brabant.

Verkið sem um ræðir er hluti af röð listaverka eftir Warhol sem kölluðust „Reigning Queens“ en auk Beatrix gerði hann myndir af Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Margréti Danadrottningu og Ntfombi drottningu konungsríkisins Esvatíni.

Verkin gerði Warhol árið 1985, tveimur árum fyrir andlát sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949