fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Pressan
Föstudaginn 25. apríl 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil af hverju hann gerði þetta, algjörlega. Ég þekkti pabba minn og þegar hann sagði að hann myndi drepa hvern þann sem legði hendur á mig, þá vissi ég að hann myndi drepa hann. En ég get ekki og mun ekki réttlæta hegðun hans.“

Þetta segir hinn 52 ára gamli Jody Plauché í viðtali við Mail Online. Rúm 40 ár eru liðin síðan honum var rænt af karatekennaranum sínum, Jeff Doucet, en Doucet hafði misnotað hann kynferðislega um nokkurt skeið.

Þann 16. mars 1984 tók faðir Jody, Gary Plauché, lögin í sínar hendur þegar hann skaut Doucet til bana í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Lögregla hafði haft hendur í hári hans og þegar verið var að flytja hann til Louisiana beið Jody eftir honum á Baton Rouge Metropolitan-flugvellinum.

„Af hverju Gary?“

Málið hafði vakið mikla athygli í Bandaríkjunum, enda hafði Jeff rænt unga drengnum og farið með hann í ferðalag um Bandaríkin sem stóð yfir í um 10 daga. Á sama tíma biðu foreldrar hans á milli vonar og ótta um fregnir af afdrifum hans.

Í ljósi alls þessa voru fulltrúar sjónvarpsstöðva viðstaddir á flugvellinum þegar lögreglumenn leiddu Doucet í handjárnum í gegnum flugvöllinn. Það sem lögreglumenn – og Doucet sjálfur – vissu ekki var að Gary var á vellinum, vopnaður skammbyssu, og þóttist hann vera að tala í tíkallasíma þegar lögreglumenn gengu fram hjá honum. Um leið og það gerðist dró Gary fram byssuna og skaut Doucet í höfuðið.

Gary Douché.

„Af hverju, Gary? Af hverju gerðirðu þetta,“ spurði lögreglumaður sem yfirbugaði Gary augnabliki eftir að skotið reið af. „Ef þetta hefði verið þitt barn hefðirðu gert það sama,“ svaraði Gary að bragði. Um sólarhring eftir árásina lést Doucet af sárum sínum.

Vildi ekki að hann myndi deyja

Í viðtali við Mail Online rifjar Jody þessa sögu upp og segir að honum hafi sárnað mjög þegar hann sá í sjónvarpinu það sem hafði gerst. „Ég vildi ekki að Jeff myndi deyja, ég vildi bara að hann myndi hætta,“ segir hann.

Í viðtalinu segir Jody að hann hafi komist í kynni við Doucet þegar hann byrjaði að æfa karate. Hann heillaðist af hæfileikum kennara síns í karate og leit upp til hans, ekki síst í ljósi þess að hann hafði gegnt herþjónustu. Hann treysti honum, en ekki leið á löngu þar til Doucet fór að misnota þetta traust.

„Hann reyndi á mörkin hjá öllum börnum, en valdi þau svo úr sem hann taldi að væru þægilegust,“ segir hann og heldur áfram: „Hann hjálpaði mér til dæmis við að teygja, svo snerti hann mig á innanverðum lærunum. Það var hans aðferð til að normalísera það sem átti eftir að gerast.“

Hann byrjaði svo að ganga lengra og lengra og segir Jody að Doucet hafi misnotað hann nánast daglega þar til yfir lauk. Hann kveðst hafa vitað vel að það sem þjálfarinn væri að gera væri rangt, en hann hafi ekki þorað að opna sig um málið við foreldra sína.

Rifjar hann upp að nokkrum árum áður hafi hann horft með foreldrum sínum á mynd í sjónvarpinu sem fjallaði um unga stúlku sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu þjálfara síns. Segir hann að faðir hans hafi haft orð á því að ef einhver gerði svona við hans börn yrði viðkomandi drepinn. Jody segist hafa vitað að faðir hans væri ekki að grínast.

Vissi upp á hár hvenær hann kæmi

Það var svo þann 19. febrúar 1984 að Doucet birtist á heimili Jody og spurði móður hans hvort hann gæti fengið bílinn hennar lánaðan. Hann þyrfti að skjótast örstutta vegalengd og var móðir Jody meira en tilbúin til að lána honum bílinn. Hann spurði hvort Jody mætti ekki koma með og fór svo að þeir lögðu af stað saman. „Hvert erum við að fara,“ spurði Jody. „Við erum að fara til Kaliforníu,“ sagði Doucet.

Eftir að hafa keyrt til móður Doucet sem búsett var í Texas, þar sem hann náði meðal annars í persónuskilríki bróður síns, væntanlega til að geta villt á sér heimildir, hoppuðu þeir morguninn eftir inn í rútu sem fór með þá til Kaliforníu. Eftir tíu daga ferðalag var Doucet loks handtekinn eftir að hann hafði leyft Jody að hringja í móður sína. Tókst lögreglu að rekja símtalið og var Doucet handtekinn í kjölfarið.

Gary hafði starfað sem myndatökumaður á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum og þann 16. mars hafði hann hitt fyrrum samstarfsmann sinn á bar sem vissi upp á hár hvenær Doucet væri væntanlegur þetta kvöld. Ákvað Gary að hann gæti þá loks náð fram hefndinni sem hann þráði.

Gary var handtekinn og ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en tveimur dögum síðar var honum sleppt gegn tryggingu. Margir hömpuðu honum sem hetju og sögðu að þeir hefðu gert það nákvæmlega sama í hans sporum. „Stuðningurinn var mjög mikill og foreldrar mínir sáu til þess að hverju einasta stuðningsbréfi sem þau fengu yrði svarað,“ segir Jody.

Dómstólar virtust líka sýna honum skilning því hann fékk fimm ára skilorðsbundna refsingu og var dæmdur til að sinna 300 klukkustundum af samfélagsþjónustu. Þrátt fyrir allan þennan stuðning segir Jody að hann hafi átt erfitt með að fyrirgefa föður sínum hvað hann gerði.

„Enn þann dag í dag er ég þeirrar skoðunar að hann hefði frekar átt að fara í lífstíðarfangelsi,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi tekið hann nokkur ár að fyrirgefa föður sínum, en það hafi tekist að lokum og þeir hafi sárasjaldan talað um málið hin síðari ár. Gary lést árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949