Tracy fannst látin á heimili sínu þann 23. október 2010 eftir að samstarfskona hennar hafði samband við lögreglu og lýsti áhyggjum sínum af því að hún hefði ekki mætt til vinnu fyrr um daginn.
Kærasta James á þessum tíma, Tonya Vandyke, var dæmd í lífstíðarfangelsi vegna málsins en hún var frænka Brown og tók þátt í ofbeldinu gegn Tracy.
Dauðadómurinn í málinu féll árið 2014 og ákvað James að freista þess ekki að fá honum breytt, enda ætti hann skilið að gjalda fyrir glæp sinn með lífi sínu.
Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama Osgood baðst hann afsökunar á gjörðum sínum. „Tracy, ég biðst afsökunar,“ sagði hann.