CNN skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá forsetanum komi fram að breytingarnar endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar í ljósi yfirstandandi þjóðarmorðs Ísraelsmanna á Palestínumönnum.
Ísraelsmenn hafa þvertekið fyrir að stunda þjóðarmorð í stríðinu á Gaza en það hófst í október 2023 í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael.
Fyrir ári síðan hvatti Muizzu ríkisstjórnina til að meina Ísraelsmönnum að koma til Maldíveyja og nú hefur það verið gert.