Systurnar eru 50 ára gamlar en umrætt viðtal sem þær veittu 7News Queensland hefur farið sem eldur í sinu um netheima.
Í því ræddu þær atvik þar sem móður þeirra var ógnað með skotvopni af manni eftir að hún kom að umferðarslysi.
Systurnar mættu í viðtalið alveg eins klæddar og eiginlega með sömu hárgreiðsluna. Það sem vakti þó mesta athygli var hvernig þær töluðu nánast eins og ein manneskja þegar þær lýstu atvikinu.
Bandaríski stjórnmálaskýrandinn Collinn Rugg deildi viðtalinu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði að viðtalið væri án efa eitt af bestu viðtölum allra tíma.
Einhverjir hafa líka velt því fyrir sér hvort um einhvers konar plat sé að ræða en Bridgette segir það af og frá. Hún segir í samtali við SBS News að þær systurnar hafi alls ekki æft viðtalið eða samhæft svör sín. Segir hún að þetta gerist reglulega.
Þá er rifjað upp í umfjöllun SBS News að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem systurnar vekja athygli af sömu ástæðu. Þannig hafi þær veitt breska fjölmiðlamanninum Piers Morgan viðtal árið 2016 um þennan eiginleika sinn. Lýsti Morgan því að um hafi verið eitt besta viðtal sem hann hefur tekið á ferlinum.
Sjón er sögu ríkari en viðtölin bæði má sjá hér að neðan. Annars vegar það sem þær veittu 7News Queensland og svo það sem þær veittu Good Morning America árið 2016.
NEW: Australian identical twins speak in sync after witnessing an armed carjacking incident in Queensland, Australia.
This is hands down a top 5 interview of all time.
The twins, Bridgette Powers and Paula Powers, explained how their mom came face to face with a… pic.twitter.com/qvbOxK2Vyf
— Collin Rugg (@CollinRugg) April 21, 2025