fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Pressan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 06:30

Frá Kína. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld létu nýlega taka Zhou Jiasheng, 52 ára, af lífi fyrir að hafa stungið kínverska konu til bana og fyrir að hafa sært tvo Japani í árás nærri skóla í Shanghai á síðasta ári.

The Independent segir að talið sé að Zhou hafi átt í miklu erfiðleikum vegna skulda og hafi í örvæntingu sinni ráðist á japanska konu og son hennar þar sem þau biðu eftir skólabíl nærri japanska skólanum í Suzhou í Jiangsu í júní á síðasta ári.

Mæðginin hlutu minni háttar áverka en Hu Youping, 54 ára farmiðasali, sem greip inn í atburðarásina til að hjálpa þeim, varð einnig fyrir stungum og lést nokkrum dögum síðar af völdum áverka sinna.

Í yfirheyrslum sagði Zhou að hann hafi gert hnífaárásina því hann hafi „ekki viljað lifa lengur“.

Hann var dæmdur til dauða í janúar og dómnum var fullnægt nú í apríl.

Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins tilkynnti japanska sendiráðinu í Peking í síðustu viku að Zhou hefði verið tekinn af lífi en veitti ekki nánari upplýsingar en það.

Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar sagði að ríkisstjórninni hefði verið tilkynnt um aftöku kínversks ríkisborgara og að það sem Zhou gerði hafi verið „algjörlega ófyrirgefanlegt“.  NHK World skýrir frá þessu.

Talsmaðurinn sagði einnig að japönsk stjórnvöld muni áfram grípa til aðgerða til að vernda japanska ríkisborgara í Kína og biðja kínversk stjórnvöld um að tryggja öryggi Japana í Kína.

Fyrrnefnd árás var önnur tveggja á japanska ríkisborgara í Kína á síðasta ári. Í september var 10 ára japanskur drengur stunginn til bana nærri skóla hans í Shenzhen. Réttarhöldin yfir hinum meinta morðingja eru nýhafin.

Þessir atburðir hafa ýtt undir áhyggjur um vaxandi hatur í garð Japana í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!