fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Pressan
Föstudaginn 18. apríl 2025 11:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, sendi ferðamönnum skýr skilaboð í grein sem hann birti hjá Fox News. Mögum þykir greinin nokkuð fráhrindandi fyrir þá sem íhuga ferðalag til Bandaríkjanna.

„Að heimsækja Bandaríkin er ekki sjálfsagður réttur. Það eru forréttindi sem veitt eru þeim sem virða lög okkar og gildi. Og sem utanríkisráðherra mun ég aldrei gleyma því. Bandarísk lög setja skýrar reglur um hverjir geta og geta ekki komið til Bandaríkjanna.“

Rubio segir að ræðismönnum hans beri skylda til að beita þessum reglum gagnvart hverjum þeirra milljóna ferðamanna sem óska eftir vegabréfsáritun á ári hverju. Þar með þurfi ferðamenn að vera reiðubúnir að sanna að þeir hafi réttinn til að vera í Bandaríkjunum hvenær sem er.

„Við gerum ráð fyrir – og lögin krefjast þess – að allir handhafar vegabréfsáritana sýni fram á hæfi sitt á hverjum degi sem áritun þeirra er í gildi. Þetta felur í sér að virða lög okkar, hegða sér á viðeigandi hátt í samræmi við tegund áritunar sinnar og að halda áfram að uppfylla þessi viðmið allan þann tíma sem þeir dvelja í landi okkar.“

Undanfarna mánuði hafa birst fréttir um ferðamenn sem eru stöðvaðir á flugvöllum í Bandaríkjunum og meinuð innganga í landið nema þeir heimili að láta skoða síma sína, fartölvur og samfélagsmiðla. Ef landamæraverðir finna þar eitthvað sem bendi til þess að ferðamaðurinn sé ekki hrifinn af forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, má fólk reikna með því að vera sent beint aftur heim og jafnvel að það verði handtekið og haldið í varðhaldi vikum saman.

Franskur vísindamaður var á leið á ráðstefnu í Houston þegar farsími hans var tekinn og hann rannsakaður. Það fundust samskipti þar sem vísindamaðurinn gagnrýndi Trump og því var honum vísað úr landi.

Þremur meðlimum bresku hljómsveitarinnar UK Subs var meinuð innganga í landið út af færslu bassaleikarans, Alvin Gibbs, á samfélagsmiðlum, þar sem hann gagnrýndi Trump.

Eins hafa ferðamenn lent í því að vera handteknir og haldið vikum saman í haldi fyrir meint brot gegn vegabréfsáritun. Til dæmis ein kona sem hafði komið til Bandaríkjanna oft áður og reddaði sér ókeypis heimagistingu í skiptum fyrir húsverk. Þetta var talið brot gegn vegabréfsáritun þar sem hún hefði verið að vinna án heimildar í Bandaríkjunum.

Önnur endaði í nokkurra vikna varðhaldi fyrir það sama en hún hafði unnið sér það til saka að taka húflúrsgræjur með sér í ferðalagið sem útlendingastofnun Bandaríkjanna þótti benda til þess að hún ætlaði sér að vinna ólöglega í ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?