fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Pressan
Sunnudaginn 13. apríl 2025 18:30

Bananar eru bæði næringarríkir og bráðhollir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bananar eru frábær ávöxtur til að fá sér í morgunmat. Þeir passa vel í þeyting, með haframjöli eða bara einir og sér. Þeir koma líka í hentugum náttúrulegum umbúðum sem gera að verkum að það er auðvelt að taka þá með sér og skella í sig þegar maður er á ferðinni.

En hversu hollt er að borða banana daglega? Þessu svaraði Lauren Manaker, næringarfræðingur, að sögn Yahoo.

Meðalstór banani inniheldur um 105 hitaeiningar, 27 grömm af kolvetnum, 14 grömm af sykri, 5 grömm af trefjum og 422 mg af kalíum. Hann er einnig góð uppspretta C-vítamíns, B6-vítamíns, magnesíums og natríums.

Manaker sagði að talið sé að mjög margir borði ekki ráðlagðan dagsskammt af ávöxtum og grænmeti daglega. Það sé því góð venja að fá sér banana daglega, þannig komi maður ávexti inn í mataræði.

En bananar eru ekki nauðsynlega besti kosturinn fyrir alla. Manaker sagði að þeir henti ekki vel fyrir fólk sem er á lág-kalíum mataræði eða fólk sem glímir við of háan blóðsykur eftir máltíðir.

Manaker sagði að það sé líklega í lagi fyrir fólk að borða banana daglega en það sé þó háð heilsufari fólks og mataræði.

Almennt séð ráðleggur hún fólki að borða fjölbreyttan mat sem inniheldur mikið af grænmeti og ávöxtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum