Þessi drykkur samanstendur af fimm sterkum áfengistegundum; vodka, tekíla, ljósu rommi, triple sec og gini. Í lokin er svo sletta af kóla-drykk, Coca Cola eða Pepsi yfirleitt, sett út í ásamt sítrónusafa.
Í samtali við Thrillist segir Morgan Robison, yfirbjarþjónn á veitingastaðnum Wenwen, að þeir sem panta sér drykkinn séu oftar en ekki í leit að því að verða drukknir á mjög skömmum tíma.
„Að stærstum hluta er þessi drykkur fyrir þá sem hugsa með sér: „Þetta er skilvirkasta leiðin til að komast þangað sem ég ætla mér,“ segir Morgan.
Undir þetta tekur Marisol Delarosa, yfirbarþjónn á Brass Monkey í New York. Hún segir að fæstir panti sér drykkinn vegna þess hversu vel hann bragðast. „Viðkomandi vill verða drukkinn á skömmum tíma og mun eflaust verða mjög hávær,“ segir hún.
Skemmtanastjórinn Daniel Meursing segist deila þessum áhyggjum og segist hann í hálfkæringi líta til næsta dyravarðar þegar einhver pantar sér drykkinn.