fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Pressan

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 18:30

Lúsmý og bit eftir lúsmý.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú líður að sumri og því fylgir að hin ýmsu skordýr vakna til lífsins, fólki til mismikillar gleði og ánægju enda er fátt meira pirrandi en suðandi blóðsugur sem sækja að manni á góðu sumarkvöldi þegar setið er utanhúss.

En það er hægt að halda þeim fjarri með álpappír. Hann getur verið nýja leynivopnið þitt gegn skordýrum.

Ástæðan fyrir þessu er að mýflugur og önnur skordýr eru mjög næm fyrir birtu og flötum sem glampar á. Ef þú hengir álpappírsræmur upp hér og þar á pallinum eða svölunum, þá mun sólarljósið, sem speglast á álpappírnum, pirra skordýrin og halda þeim fjarri.

Það er líka hægt að krulla álpappír saman og setja þurrt lavendil eða sítrónugras inn í hann. Síðan er bara að gera lítil göt á álpappírinn og koma honum fyrir á góðum stöðum hér og þar í húsinu eða utan húss. Lyktin, sem síast út, fælir flugur á brott.

Er nokkuð annað að gera en prófa að nota álpappír í sumar til að berjast gegn lúsmýinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika

Á þessum aldri finnum við mest fyrir einmanaleika
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif