Coatti, sem var menntaður sameindalíffræðingur, var ítalskur ríkisborgari en búsettur í Bretlandi þar sem hann hafði starfað við hina virtu stofnun Royal Society of Biology frá árinu 2017.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Carlos Pinedo Cuello, borgarstjóri Santa Marta, hafi heitið því að greiða sem nemur um einni og hálfri milljón króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku morðingjans.
„Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að í Santa Marta er ekkert pláss fyrir glæpi. Við munum leita að hinum seku þar til þeir finnast,“ sagði hann.
Coatti dvaldi á hóteli í miðborg Santa Marta en síðast spurðist til hans á föstudag í síðustu viku. Það var svo á sunnudag að börn gengu fram á ferðatöskuna og blasti þá skelfileg sjón við þegar taskan var opnuð, útlimir og höfuð þar á meðal.