fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski blaðamaðurinn Richard Quest brást við með kostulegum hætti í fréttatíma CNN þegar spilaðar voru klippur þar sem bandarískir embættismenn reyndu að verja harða tollastefnu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Meðal annars mátti þá heyra umdeilda viðskiptaráðgjafann Peter Navarro segja að markaðurinn muni ná ákveðnum botni fljótlega og í beinu framhaldi muni öll hlutabréf rjúka upp úr öllu valdi. Fjármálaráðherrann Scott Bessent sagði að það þyrfti ekkert endilega að skella á kreppa. „Hver veit hvernig markaðurinn mun bregðast við eftir einn dag, eftir viku?“ og viðskiptaráðherrann Howard Lutnick sagði: „Við þurfum að endurstilla valdið í Bandaríkjunum og endurskipa það andspænis öllum okkar bandamönnum sem og óvinum“ og formaður fjármálanefndar, Kevin Hassett, sagði svo tollana vera til þess fallna að keyra í gang nýja gullöld fyrir Bandaríkin. „Það er planið“.

Þegar fréttastofa hafði lokið við að spila klippurnar mátti sjá Richard Quest í öngum sínum, að nudda á sér augun og svo andlitið. „Sjáið framan í hann,“ sagði önnur fréttakonan. „Hann er með hausinn grafinn bókstaflega í höndunum.“

Richard féllust þá hendur. „Það þarf ekkert endilega að skella á kreppa, segir fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur rétt fyrir sér. Það þarf enga kreppu. Eini vandinn er bara að nú er búið að skapa aðstæður í hagkerfinu sem flestir hagfræðingar Wall Street eru sammála um að séu líklega að fara að valda kreppu.“

Sumir haldi því fram að nú séu 60% líkur á kreppu. „Viljið þið viðskiptastríð? Því þannig lítur þetta út. Og munið hvað Scott Bessent sagði, það þarf ekki að koma á kreppu.“

Richard segir að allar klippurnar séu að sýna yfirklór embættismanna sem geti í raun ekkert sagt til að verja þessa tollastefnu. „Þeir segja bara í grófum dráttum að þetta verði svo frábært, þetta verði svo stórkostlegt, þetta verði dýrðlegt, dásamlegt og algjört dúndur. En þetta er raunveruleikinn. Á einhverjum tíma, herrar mínir og frúr, hefur markaðurinn orðið fyrir svo miklu hnjaski að hann ræður ekki við þetta. Störf hverfa, fjárfestingar hætta og kreppan skellur á.“

Síðan ljúgi ríkisstjórnin því að hafa tekið við slæmu búi eftir Joe Biden, fyrrverandi forseta. Það sé þvæla. Efnahagurinn var á góðri leið undir Biden en svo kom Trump. „Þetta eru lygar. Köllum þetta réttu nafni, lygar, því þetta er ekki satt. Efnahagurinn sem Joe Biden afhendir Donald Trump var á fínu róli. Vextir voru að lækka, ekki eins hratt og fólk hefði viljað samt, atvinnuleysi var lítið, hagvöxtur var á bilinu miðlungs til góður og markaðurinn í hæstu hæðum. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem er ekki hægt að hundsa.“

Svo kom tollastefnan og rústaði öllu, en hún er ekki eina slæma stefna Trump sem hefur neikvæð áhrif á efnahag. Hörð stefna hans í innflytjendamálum eykur hættu á verðbólgu því auknar brottvísanir þýða færri starfsmenn í láglaunastörfin sem skapar virði fyrir fyrirtækjaeigendur víða um Bandaríkin. Óvissan sé mikil sem hafi kælingaráhrif á fjárfestingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun